Ágengar framandi lífverur eru umhverfisvandamál Fjórtán vistfræðingar skrifar 20. janúar 2011 06:00 Vistfræðifélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna ummæla talsmanna garðyrkju og skógræktar um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um náttúruvernd, sem birst hafa í Fréttablaðinu undanfarna daga: Þótt alltaf megi finna skiptar skoðanir meðal vísindamanna, má fullyrða að meðal vistfræðinga hérlendis sem erlendis er það viðhorf ríkjandi að útbreiðsla ágengra framandi lífvera geti haft mjög róttækar líffræðilegar afleiðingar. Þessi skilningur er alls ekki bundinn við þröngan hóp vísindamanna heldur er hann almennt viðurkenndur í samskiptum ríkja á alþjóðavettvangi. Þar ríkir sátt og samstaða um þá alvarlegu ógn sem steðjar að náttúrulegum vistkerfum vegna ágengra framandi lífvera. Er hún til komin af slæmri reynslu þjóða heims og endurspeglast meðal annars í fjölda alþjóðlegra samninga sem Ísland er aðili að og hafa það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum manna á náttúru jarðar. Má nefna Samninginn um líffræðilega fjölbreytni, Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn, hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamning um plöntuvernd. Ágengar framandi tegundir eru taldar meðal helstu ógna náttúrulegra vistkerfa. Kemur þetta skýrt fram í Þúsaldarskýrslu Sameinuðu þjóðanna (Millenium Ecosystem Assessment), ályktun nefndar Alþjóðanáttúruverndarráðsins (IUCN) um tegundir í útrýmingarhættu og með greiningum á válistum mismunandi landa. Þá valda ágengar framandi lífverur gríðarlegu fjárhagslegu tjóni um allan heim en áætlað hefur verið að það nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Til samanburðar lögðu ríki OECD að jafnaði 6,2% af vergri landsframleiðslu til menntamála (öll skólastig) árið 2007. Þá bendir allt til þess að vandamál í tengslum við ágengar framandi tegundir eigi eftir að aukast á heimsvísu á næstu árum. Til að spyrna gegn þessari þróun hafa margar þjóðir sett sérstök lög eða lagagreinar um framandi tegundir og reynt að takmarka innflutning þeirra. Er þetta gert af illri nauðsyn, ekki til að leggja stein í götu hagsmunaaðila. Í vísindasamfélaginu er almenn sátt um það hvaða tegundir teljist framandi. Staðfestingu á því má m.a. sjá í efnislega samhljóðandi skilgreiningum á framandi lífverum í líffræðilegum orðabókum, alþjóðlegum samningum og samvinnuverkefnum, ritrýndum vísindagreinum, fræðibókum um ágengar framandi lífverur og löggjöf fjölda landa. Í þessu sambandi er bent á úttekt Falk-Petersen o.fl. sem birtist í tímaritinu “Biological Invasions” árið 2006 og samantekt á alþjóðlegum samningum og lögum sem sjá má á heimasíðu NOBANIS verkefnisins um framandi og ágengar tegundir í Norður- og Mið-Evrópu, www.nobanis.org. Ísland er þátttakandi í því verkefni. Samkvæmt skilgreiningu er lífvera framandi ef menn hafa flutt hana viljandi eða óviljandi út fyrir sitt náttúrulega útbreiðslusvæði, þ.e. út fyrir það svæði sem lífveran gæti numið á náttúrulegan hátt án tilstilli manna, óháð því hvenær það gerðist. Reynslan hefur sýnt að um 10% framandi tegunda sem ná fótfestu í náttúrulegu umhverfi verða ágengar, þ.e.a.s. rýra líffræðilega fjölbreytni, valda efnahagslegu eða umhverfislegu tjóni eða verða skaðlegar heilsufari manna. Það er hins vegar tvennt sem gerir ágengar tegundir sérlega erfiðar viðfangs. Í fyrsta lagi getur reynst mjög erfitt að sjá fyrir hvaða tegundir verði ágengar þar sem tegundir haga sér oft allt öðruvísi á nýjum stað en þær gera í sínum náttúrulegu heimkynnum. Hegðun tegundar á öðrum svæðum þar sem hún telst framandi veitir þó vísbendingu um hvort hún verði ágeng. Í öðru lagi getur reynst mjög erfitt og kostnaðarsamt að losna við ágenga tegund ef beðið er með aðgerðir gegn henni þar til hún er orðin útbreidd og ekki fer milli mála að hún valdi tjóni. Fjölmörg vel rannsökuð dæmi eru um mjög alvarlegar og óafturkræfar neikvæðar afleiðingar ágengra tegunda. Þetta eru ástæður þeirrar varkárni sem boðuð er gagnvart framandi tegundum í alþjóðasamningum og regluverki. Við endurskoðun íslenskra laga um náttúruvernd verður að teljast eðlilegt að samræma skilgreiningar við þá alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að og taka mið af reynslu annarra þjóða varðandi framandi lífverur. Þess skal þó getið að í þeim drögum sem nú eru til skoðunar er alls ekki tekið fyrir allan innflutning framandi tegunda. Verði drögin að lögum verða útbúnir listar yfir tegundir sem ekki þarf að fá leyfi fyrir innflutningi eða dreifingu á. Þar sem þörf er á áhættumati verður innflutningur eða dreifing væntanlega leyfð ef litlar líkur eru taldar á að viðkomandi tegund verði ágeng. Þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem finna má í núverandi drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um náttúruvernd munu að áliti Vistfræðifélagsins draga verulega úr þeirri áhættu sem fylgir innflutningi og dreifingu framandi lífvera, íslenskri náttúru og skattborgurum í hag. Stjórn Vistfræðifélags Íslands: Ingibjörg Svala Jónsdóttir Gísli Már Gíslason Guðrún Lára Pálsdóttir Lísa Anne Libungan Tómas Grétar Gunnarsson Starfshópur Vistfræðifélagsins um ágengar tegundir: Menja von Schmalensee Kristín Svavarsdóttir Ása L. Aradóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hafdís Hanna Ægisdóttir Ragnhildur Sigurðardóttir Rannveig Magnúsdóttir Róbert A. Stefánsson Þóra Ellen Þórhallsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Vistfræðifélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna ummæla talsmanna garðyrkju og skógræktar um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um náttúruvernd, sem birst hafa í Fréttablaðinu undanfarna daga: Þótt alltaf megi finna skiptar skoðanir meðal vísindamanna, má fullyrða að meðal vistfræðinga hérlendis sem erlendis er það viðhorf ríkjandi að útbreiðsla ágengra framandi lífvera geti haft mjög róttækar líffræðilegar afleiðingar. Þessi skilningur er alls ekki bundinn við þröngan hóp vísindamanna heldur er hann almennt viðurkenndur í samskiptum ríkja á alþjóðavettvangi. Þar ríkir sátt og samstaða um þá alvarlegu ógn sem steðjar að náttúrulegum vistkerfum vegna ágengra framandi lífvera. Er hún til komin af slæmri reynslu þjóða heims og endurspeglast meðal annars í fjölda alþjóðlegra samninga sem Ísland er aðili að og hafa það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum manna á náttúru jarðar. Má nefna Samninginn um líffræðilega fjölbreytni, Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn, hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamning um plöntuvernd. Ágengar framandi tegundir eru taldar meðal helstu ógna náttúrulegra vistkerfa. Kemur þetta skýrt fram í Þúsaldarskýrslu Sameinuðu þjóðanna (Millenium Ecosystem Assessment), ályktun nefndar Alþjóðanáttúruverndarráðsins (IUCN) um tegundir í útrýmingarhættu og með greiningum á válistum mismunandi landa. Þá valda ágengar framandi lífverur gríðarlegu fjárhagslegu tjóni um allan heim en áætlað hefur verið að það nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Til samanburðar lögðu ríki OECD að jafnaði 6,2% af vergri landsframleiðslu til menntamála (öll skólastig) árið 2007. Þá bendir allt til þess að vandamál í tengslum við ágengar framandi tegundir eigi eftir að aukast á heimsvísu á næstu árum. Til að spyrna gegn þessari þróun hafa margar þjóðir sett sérstök lög eða lagagreinar um framandi tegundir og reynt að takmarka innflutning þeirra. Er þetta gert af illri nauðsyn, ekki til að leggja stein í götu hagsmunaaðila. Í vísindasamfélaginu er almenn sátt um það hvaða tegundir teljist framandi. Staðfestingu á því má m.a. sjá í efnislega samhljóðandi skilgreiningum á framandi lífverum í líffræðilegum orðabókum, alþjóðlegum samningum og samvinnuverkefnum, ritrýndum vísindagreinum, fræðibókum um ágengar framandi lífverur og löggjöf fjölda landa. Í þessu sambandi er bent á úttekt Falk-Petersen o.fl. sem birtist í tímaritinu “Biological Invasions” árið 2006 og samantekt á alþjóðlegum samningum og lögum sem sjá má á heimasíðu NOBANIS verkefnisins um framandi og ágengar tegundir í Norður- og Mið-Evrópu, www.nobanis.org. Ísland er þátttakandi í því verkefni. Samkvæmt skilgreiningu er lífvera framandi ef menn hafa flutt hana viljandi eða óviljandi út fyrir sitt náttúrulega útbreiðslusvæði, þ.e. út fyrir það svæði sem lífveran gæti numið á náttúrulegan hátt án tilstilli manna, óháð því hvenær það gerðist. Reynslan hefur sýnt að um 10% framandi tegunda sem ná fótfestu í náttúrulegu umhverfi verða ágengar, þ.e.a.s. rýra líffræðilega fjölbreytni, valda efnahagslegu eða umhverfislegu tjóni eða verða skaðlegar heilsufari manna. Það er hins vegar tvennt sem gerir ágengar tegundir sérlega erfiðar viðfangs. Í fyrsta lagi getur reynst mjög erfitt að sjá fyrir hvaða tegundir verði ágengar þar sem tegundir haga sér oft allt öðruvísi á nýjum stað en þær gera í sínum náttúrulegu heimkynnum. Hegðun tegundar á öðrum svæðum þar sem hún telst framandi veitir þó vísbendingu um hvort hún verði ágeng. Í öðru lagi getur reynst mjög erfitt og kostnaðarsamt að losna við ágenga tegund ef beðið er með aðgerðir gegn henni þar til hún er orðin útbreidd og ekki fer milli mála að hún valdi tjóni. Fjölmörg vel rannsökuð dæmi eru um mjög alvarlegar og óafturkræfar neikvæðar afleiðingar ágengra tegunda. Þetta eru ástæður þeirrar varkárni sem boðuð er gagnvart framandi tegundum í alþjóðasamningum og regluverki. Við endurskoðun íslenskra laga um náttúruvernd verður að teljast eðlilegt að samræma skilgreiningar við þá alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að og taka mið af reynslu annarra þjóða varðandi framandi lífverur. Þess skal þó getið að í þeim drögum sem nú eru til skoðunar er alls ekki tekið fyrir allan innflutning framandi tegunda. Verði drögin að lögum verða útbúnir listar yfir tegundir sem ekki þarf að fá leyfi fyrir innflutningi eða dreifingu á. Þar sem þörf er á áhættumati verður innflutningur eða dreifing væntanlega leyfð ef litlar líkur eru taldar á að viðkomandi tegund verði ágeng. Þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem finna má í núverandi drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um náttúruvernd munu að áliti Vistfræðifélagsins draga verulega úr þeirri áhættu sem fylgir innflutningi og dreifingu framandi lífvera, íslenskri náttúru og skattborgurum í hag. Stjórn Vistfræðifélags Íslands: Ingibjörg Svala Jónsdóttir Gísli Már Gíslason Guðrún Lára Pálsdóttir Lísa Anne Libungan Tómas Grétar Gunnarsson Starfshópur Vistfræðifélagsins um ágengar tegundir: Menja von Schmalensee Kristín Svavarsdóttir Ása L. Aradóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hafdís Hanna Ægisdóttir Ragnhildur Sigurðardóttir Rannveig Magnúsdóttir Róbert A. Stefánsson Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar