Handbolti

Afturelding komin aftur í úrvalsdeildina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Örn Ingi Bjarkason skoraði níu mörk í kvöld.
Örn Ingi Bjarkason skoraði níu mörk í kvöld. Vísir/Valli
Afturelding úr Mosfellsbæ, sem féll úr úrvalsdeild karla í handbolta síðasta vor, leikur aftur í deild þeirra bestu næsta vetur en liðið tryggði sér sigur í 1. deildinni í kvöld.

Afturelding vann Selfoss, 25-23, í spennandi leik í lokaumferðinni að Varmá í kvöld en staðan í hálfleik var jöfn, 13-13.

Mosfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu 19 af 20 leikjum sínum í deildinni og eru öruggir með sæti á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.

Tímabilið hefur verið nánast ein alsæla fyrir Aftureldingu sem hélt nánast öllum leikmannahópnum saman þrátt fyrir fallið. Liðið hefur verið sterkast í 1. deildinni í vetur og þá komst það alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar.

Örn Ingi Bjarkason fór á kostum fyrir Aftureldingu í kvöld og skoraði níu mörk en Andri Már Sveinsson var markahæstur hjá Selfossi með sjö mörk.

Afturelding - Selfoss 25-23 (13-13)

Mörk Aftureldingar: Örn Ingi Bjarkason 9, Ágúst Birgisson 3, Jóhann Jóhannson 3, Birkir Benediktsson 3, Böðvar Páll Ásgeirsson 2, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Fananr Helgi Rúnarsson 1, Árni Bragi Eyjólfsson 1, Gestur Ólafur Ingvarsson 1.

Mörk Selfoss: Andri Már Sveinsson 7, Einar Sverrisson 3, Andri Hrafn Hallsson 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Atli Einar Hjörvarsson 2, Hörður Másson 2, Sverrir Pálsson 2, Atli Kristinsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×