Innlent

Afsaka Tópas-auglýsinguna

Forsvarsmenn Nóa-Síríus biðjast afsökunar á vörukynningu á Tópas í kröfugöngu verkalýðsins þann 1. maí. Þar gekk hópur ungmenna með Tópasauglýsingar á mótmælaspjöldum með göngunni og hrópaði slagorð, í óþökk margra sem í göngunni voru.

Í yfirlýsingu, sem Gunnar Sigurgeirsson markaðsstjóri skrifar undir, segir að fyrirtækinu sé nú ljóst að það sem átti að vera vörukynning á léttum nótum virðist hafa farið úr böndunum og greinilega sært einhverja. Aldrei hafi staðið til að valda fólki sárindum og eru allir hlutaðeigandi beðnir afsökunar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×