Fótbolti

Áfrýjun Zidane hafnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Áfrýjunarnefnd spænska knattspyrnusambandsins hefur hafnað áfrýjun Real Madrid vegna þriggja mánaða bannsins sem Zinedine Zidane fékk fyrr í vikunni.

Zidane, sem er þjálfari varaliðs Madrídinga, fékk bannið fyrir að vera ekki með tilskilin þjálfararéttindi en því hafa forráðamenn félagsins hafnað alfarið.

Real Madrid lagði fram gögn frá franska knattspyrnusambandinu um þau þjálfararéttindi sem Zidane hefur unnið sér inn þar. Þar er honum heimilt að þjálfa í efstu deild en heimildin tekur ekki gildi fyrr en í maí næstkomandi. Af þeim ástæðum var áfrýjun Madrídinga hafnað.

Búist er við því að Real Madrid áfrýju málinu til áfrýjunardómstóls á Spáni en það er síðasta lagalega úrræðið sem í boði er fyrir spænska stórveldið.


Tengdar fréttir

Zidane dæmdur í þriggja mánaða bann

Franska fótboltagoðsögnin Zinedine Zidane er farinn að þjálfa hjá Real Madrid en það byrjar ekki vel því kappinn hefur verið dæmdur í þriggja mánaða bann af spænska knattspyrnusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×