Innlent

Áfram í haldi vegna tilraunar til tveggja nauðgana

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lögregla lýsti eftir manninum í fjölmiðlum.
Lögregla lýsti eftir manninum í fjölmiðlum. mynd/lögreglan
Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um tilraun til tvegga nauðgana í desember í fyrra. Honum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 9. maí, en hann hefur verið í haldi frá 18. desember sl.

Manninum er gefið að sök að hafa veist að tveimur konum með skömmu millibili í því skyni að hafa við þær samræði, aðfaranótt sunnudagsins 13. desember í miðbæ Reykjavíkur. Í ákærunni segir að konurnar hafi báðar hlotið áverka. Samkvæmt framburði þeirra og annarra vitna hafi það orðið þeim til bjargar að maðurinn varð fyrir utanaðkomandi truflun.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar. Maðurinn neitaði sök en að mati héraðssaksóknara er maðurinn undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi.

Maðurinn var fyrst færður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en nú á grundvelli almannahagsmuna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×