Afnám hafta án lífskjaraskerðingar Lilja Mósesdóttir skrifar 13. apríl 2012 06:00 Í greinaröð sinni í Fréttablaðinu um gjaldeyrishöftin kvartar Árni Páll Árnason sáran yfir miklum kostnaði við höftin og að enginn flokkur hafi skýra pólitíska sýn á lausn haftavandans. Árni Páll virðist hafa gleymt því að hann samþykkti ásamt þingflokki Samfylkingarinnar að innleiða gjaldeyrishöft í formi boða og banna í árslok 2008, þrátt fyrir að ég hafi margítrekað bent á aðra mun ódýrari leið fyrir þjóðina, þ.e. skattlagningarleiðina. Auk þess virðist Árni Páll vera ómeðvitaður um það markmið Samfylkingarinnar að ganga í ESB og knýja Evrópska seðlabankann til að lána okkur um 1.000 milljarða, þannig að hægt verði að skipta aflandskrónum og eignum kröfuhafa yfir í erlenda gjaldmiðla. Vaxtakostnaður vegna lánsins frá Evrópska seðlabankanum yrði aldrei undir 30 milljörðum á ári. Tillaga mín um að taka upp annan gjaldmiðil á mismunandi skiptigengi til að leiðrétta verðmæti þessara froðueigna og verja lífskjör í landinu hefur ekki átt upp á pallborðið hjá þeim sem óttast að nauðsyn ESB aðildar minnki verði þessi leið farin. Markmið Samfylkingarinnar er að hámarka verðmæti eigna aflandskrónueigenda og kröfuhafa með því að blóðmjólka almenning í gegnum lágt gengi krónunnar og aukna skattheimtu. Dýrustu höftinAð baki aflandskrónunum og eignum kröfuhafa gömlu bankanna voru einkaskuldir fyrirtækja sem fóru í þrot og full innistæðutrygging. Neyðarlögin sköpuðu hluta af aflandskrónuvandanum, þar sem lögin veittu fulla innistæðutryggingu. Upphæðin sem skattgreiðendur voru látnir tryggja hjá föllnum fjármálastofnunum hér á landi umfram lögbundna lágmarkstryggingu var 1.050 milljarðar. Í stað þess að innleiða tillögu mína um allt að 80% skatt á útstreymi fjármagns var útstreymi froðueigna bannað og þeim tryggð hæsta ávöxtun sem völ er á í Evrópu sem magnað hefur upp haftavandann. Skattur á útstreymi fjármagns eins og ég lagði til hefði fært verðmæti eigna aflandskrónueigenda og kröfuhafa nær greiðslugetu þjóðarbúsins og tryggt fjármögnun ríkissjóðs. Skattlagningarleiðin var ekki farin, þar sem hún hefði truflað ESB-umsóknina og mætt andstöðu hjá AGS sem hefur það hlutverk að tryggja hámarks endurheimtur kröfuhafa. Þrjár afnámsleiðirHaftavandinn væri úr sögunni ef skattlagningarleiðin hefði verið farin. Þess í stað er hann orðinn stærri og erfiðari. Þrjár leiðir hafa komið fram um hvernig eigi að afnema höftin, þ.e. skuldsetningarleið Samfylkingarinnar, harðindaleið (shock therapy) Sjálfstæðismanna og skiptigengisleiðin. HarðindaleiðinMargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja aflétta í einu vetfangi banni á útstreymi froðueigna og leyfa krónunni að falla því hún muni síðan hækka. Þessir aðilar virðast ekki hafa miklar áhyggjur af gríðarlegri hækkun verðs á innfluttum vörum eins og matvælum og áhrifum þess á heimilin og fyrirtækin. Mikil fátækt og gjaldþrot margra einstaklinga og heimila eru óhjákvæmilegir fylgifiskar þessarar harðindaleiðar. Fylgjendur hennar tala líka um nauðsyn þess að skera enn frekar niður útgjöld ríkissins til að mæta 200 milljarða sölu aflandskrónueigenda á ríkisskuldabréfum við afnám haftanna. Niðurskurður sem myndi ríða velferðarkerfinu að fullu. Lífskjaraskerðingin kemur strax fram ef harðindaleiðin yrði farin og legðist þyngst á þá verst settu. Skuldsetningarleiðin gefur hins vegar möguleika á að dreifa lífskjaraskerðingunni yfir lengra tímabil og misþungt eftir tekjuhópum. Skiptigengisleiðin gengur út á að leiðrétta gengi froðueignanna án þess að skerða lífskjör enn meira en orðið er. SkiptigengisleiðinSkattlagningu á útstreymi fjármagns hefur verið hafnað á þeirri forsendu að skatturinn gangi á eignarrétt kröfuhafa og gegn ákvæði EES samningsins um frjálst flæði fjármagns. Upptaka Nýkrónu með mismunandi skiptigengi er leið fram hjá þessum vandkvæðum. Launum fólks í landinu yrði breytt í Nýkrónu þannig að upphæð þeirra yrði óbreytt. Froðueignum á leið út úr landi yrði hins vegar skipt yfir í Nýkrónu þannig að 10 milljónir í gömlum krónum yrðu t.d. 2 milljónir í Nýkrónum. Upptaka Nýkrónu myndi þannig laga ytra ójafnvægi hagkerfisins sem birtist í því að þjóðin hefur ekki efni á að kaupa krónueignir aflandskrónueigenda og kröfuhafa nema fella gengi krónunnar enn meira og skerða verulega lífskjör almennings með hærra vöruverði og dýpkandi skuldakreppu heimilanna. Jafnframt væri nauðsynlegt að nota upptöku Nýkrónunnar til að laga innra ójafnvægi hagkerfisins sem felst í því að sumir eiga alltof miklar eignir (fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir) og aðrir eru of skuldsettir. Við upptöku Nýkrónunnar þyrfti því að skrifa húsnæðisskuldir þannig að 10 milljón kr. lán í núverandi krónum yrði 8 milljónir í Nýkrónu og lækka eignir fjármagnseigenda til samræmis. Upptaka Nýkrónu er ekki töfrabragð heldur nauðsynleg varnaraðgerð til að koma í veg fyrir aukna fátækt og stórfelldan landflótta á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í greinaröð sinni í Fréttablaðinu um gjaldeyrishöftin kvartar Árni Páll Árnason sáran yfir miklum kostnaði við höftin og að enginn flokkur hafi skýra pólitíska sýn á lausn haftavandans. Árni Páll virðist hafa gleymt því að hann samþykkti ásamt þingflokki Samfylkingarinnar að innleiða gjaldeyrishöft í formi boða og banna í árslok 2008, þrátt fyrir að ég hafi margítrekað bent á aðra mun ódýrari leið fyrir þjóðina, þ.e. skattlagningarleiðina. Auk þess virðist Árni Páll vera ómeðvitaður um það markmið Samfylkingarinnar að ganga í ESB og knýja Evrópska seðlabankann til að lána okkur um 1.000 milljarða, þannig að hægt verði að skipta aflandskrónum og eignum kröfuhafa yfir í erlenda gjaldmiðla. Vaxtakostnaður vegna lánsins frá Evrópska seðlabankanum yrði aldrei undir 30 milljörðum á ári. Tillaga mín um að taka upp annan gjaldmiðil á mismunandi skiptigengi til að leiðrétta verðmæti þessara froðueigna og verja lífskjör í landinu hefur ekki átt upp á pallborðið hjá þeim sem óttast að nauðsyn ESB aðildar minnki verði þessi leið farin. Markmið Samfylkingarinnar er að hámarka verðmæti eigna aflandskrónueigenda og kröfuhafa með því að blóðmjólka almenning í gegnum lágt gengi krónunnar og aukna skattheimtu. Dýrustu höftinAð baki aflandskrónunum og eignum kröfuhafa gömlu bankanna voru einkaskuldir fyrirtækja sem fóru í þrot og full innistæðutrygging. Neyðarlögin sköpuðu hluta af aflandskrónuvandanum, þar sem lögin veittu fulla innistæðutryggingu. Upphæðin sem skattgreiðendur voru látnir tryggja hjá föllnum fjármálastofnunum hér á landi umfram lögbundna lágmarkstryggingu var 1.050 milljarðar. Í stað þess að innleiða tillögu mína um allt að 80% skatt á útstreymi fjármagns var útstreymi froðueigna bannað og þeim tryggð hæsta ávöxtun sem völ er á í Evrópu sem magnað hefur upp haftavandann. Skattur á útstreymi fjármagns eins og ég lagði til hefði fært verðmæti eigna aflandskrónueigenda og kröfuhafa nær greiðslugetu þjóðarbúsins og tryggt fjármögnun ríkissjóðs. Skattlagningarleiðin var ekki farin, þar sem hún hefði truflað ESB-umsóknina og mætt andstöðu hjá AGS sem hefur það hlutverk að tryggja hámarks endurheimtur kröfuhafa. Þrjár afnámsleiðirHaftavandinn væri úr sögunni ef skattlagningarleiðin hefði verið farin. Þess í stað er hann orðinn stærri og erfiðari. Þrjár leiðir hafa komið fram um hvernig eigi að afnema höftin, þ.e. skuldsetningarleið Samfylkingarinnar, harðindaleið (shock therapy) Sjálfstæðismanna og skiptigengisleiðin. HarðindaleiðinMargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja aflétta í einu vetfangi banni á útstreymi froðueigna og leyfa krónunni að falla því hún muni síðan hækka. Þessir aðilar virðast ekki hafa miklar áhyggjur af gríðarlegri hækkun verðs á innfluttum vörum eins og matvælum og áhrifum þess á heimilin og fyrirtækin. Mikil fátækt og gjaldþrot margra einstaklinga og heimila eru óhjákvæmilegir fylgifiskar þessarar harðindaleiðar. Fylgjendur hennar tala líka um nauðsyn þess að skera enn frekar niður útgjöld ríkissins til að mæta 200 milljarða sölu aflandskrónueigenda á ríkisskuldabréfum við afnám haftanna. Niðurskurður sem myndi ríða velferðarkerfinu að fullu. Lífskjaraskerðingin kemur strax fram ef harðindaleiðin yrði farin og legðist þyngst á þá verst settu. Skuldsetningarleiðin gefur hins vegar möguleika á að dreifa lífskjaraskerðingunni yfir lengra tímabil og misþungt eftir tekjuhópum. Skiptigengisleiðin gengur út á að leiðrétta gengi froðueignanna án þess að skerða lífskjör enn meira en orðið er. SkiptigengisleiðinSkattlagningu á útstreymi fjármagns hefur verið hafnað á þeirri forsendu að skatturinn gangi á eignarrétt kröfuhafa og gegn ákvæði EES samningsins um frjálst flæði fjármagns. Upptaka Nýkrónu með mismunandi skiptigengi er leið fram hjá þessum vandkvæðum. Launum fólks í landinu yrði breytt í Nýkrónu þannig að upphæð þeirra yrði óbreytt. Froðueignum á leið út úr landi yrði hins vegar skipt yfir í Nýkrónu þannig að 10 milljónir í gömlum krónum yrðu t.d. 2 milljónir í Nýkrónum. Upptaka Nýkrónu myndi þannig laga ytra ójafnvægi hagkerfisins sem birtist í því að þjóðin hefur ekki efni á að kaupa krónueignir aflandskrónueigenda og kröfuhafa nema fella gengi krónunnar enn meira og skerða verulega lífskjör almennings með hærra vöruverði og dýpkandi skuldakreppu heimilanna. Jafnframt væri nauðsynlegt að nota upptöku Nýkrónunnar til að laga innra ójafnvægi hagkerfisins sem felst í því að sumir eiga alltof miklar eignir (fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir) og aðrir eru of skuldsettir. Við upptöku Nýkrónunnar þyrfti því að skrifa húsnæðisskuldir þannig að 10 milljón kr. lán í núverandi krónum yrði 8 milljónir í Nýkrónu og lækka eignir fjármagnseigenda til samræmis. Upptaka Nýkrónu er ekki töfrabragð heldur nauðsynleg varnaraðgerð til að koma í veg fyrir aukna fátækt og stórfelldan landflótta á næstu árum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun