Afli Samherja hjá ESB 31. ágúst 2010 18:40 Dótturfélög Samherja eru með þúsundir eða tugi þúsunda tonna veiðiheimilda innan Evrópusambandsins. Aflaheimildir dótturfélaganna í útlöndum eru margfalt meiri en móðurfélagið hefur á Íslandi. Andstaða íslenskra útgerða við aðild að Evrópusambandinu byggir að stórum hluta á ótta þeirra við að með aðild geti útlendingar eignast meirihluta í íslenskum útgerðarfyrirtækjum. Þessi ótti hefur ekki hindrað íslenskra útgerðir í að komast yfir gífurlega verðmætar aflaheimildir innan Evrópusambandsins, í gegnum fyrirtæki sem eru alfarið í þeirra eigu. Samherji er öflugasta útgerðarfélag Íslands en fyrirtækið er einnig mjög umsvifamikið í veiðum innan Evrópusambandsins og hefur yfir að ráða stórum hluta af úthafsveiðiheimildum nokkurra ríkja innan sambandsins. Fyrirtækið er með dótturfélög á Englandi, í Skotlandi, Þýskalandi og Póllandi og fær úthlutað kvóta hjá þeim öllum. Þá eru dótturfélög með veiðiheimildir í Færeyjum og í Noregi. Dótturfélag eða félög Samherja eiga líka miklar veiðiheimildir í afríkuríkjunum Máritaníu og Marokko. Í gögnum fyrirtækisins frá árinu 2007 sem fréttastofan hefur undir höndum kemur fram að Samherjasamsteypan veiddi yfir 500 þúsund tonn á ári á þeim tíma. En árið 2007 aflaði Samherji 117 þúsund tonnum með íslenskum veiðiheimildum. Rúmlega 380 þúsund tonn voru veidd með aflaheimildum annarra ríkja. Forsvarsmönnum Samherja var boðið að koma í viðtal vegna þessarar fréttar og skýra út hvernig þessar heimildir skiptast á milli einstakra ríkja, en kusu að tjá sig ekki og vildu ekki veita fréttastofunni frekari upplýsingar. Sögðu þó að stærsti hluti afla hjá öðrum ríkjum væri uppsjávarfiskur í lögsögu Máritaníu og Marokkó. Miðað við skipaflota dótturfélaganna í Evrópusambandsríkjunum Bretlandi, Þýskalandi og Póllandi má þó áætla að veiðiheimildir þar skipti þúsundum og jafvel tugum þúsunda tonna. Þá hefur verið fullyrt við fréttastofu að dótturfélög Samherja veiði meirihlutann af úthafsveiðiheimildum Breta. Þegar Íslendingar semja um úthafsveiðikvóta við nágrannaríki, má því segja að Samherji sé báðum megin samningaborðsins, á Íslandi og innan Evrópusambandsins. Ekki liggur fyrir hvort Samherji fái veiðiheimildir sínar í Afríku með beinum samningum við stjórnvöld þar. Evrópusambandið er með viðamikla samninga við Máritaníu og Marokko um fjárhagslega og tæknilega aðstoð gegn því að fá veiðiheimildir innan ríkjanna, og því verður að teljast líklegt að Samherji fái sínar veiðiheimildir í þessum ríkjum í gegnum Evrópusambandið. Þá sækja fulltrúar fyrirtækisins fundi þar sem verið er að ræða útdeilingu á fiskveiðiheimildum innan sambandsins. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Dótturfélög Samherja eru með þúsundir eða tugi þúsunda tonna veiðiheimilda innan Evrópusambandsins. Aflaheimildir dótturfélaganna í útlöndum eru margfalt meiri en móðurfélagið hefur á Íslandi. Andstaða íslenskra útgerða við aðild að Evrópusambandinu byggir að stórum hluta á ótta þeirra við að með aðild geti útlendingar eignast meirihluta í íslenskum útgerðarfyrirtækjum. Þessi ótti hefur ekki hindrað íslenskra útgerðir í að komast yfir gífurlega verðmætar aflaheimildir innan Evrópusambandsins, í gegnum fyrirtæki sem eru alfarið í þeirra eigu. Samherji er öflugasta útgerðarfélag Íslands en fyrirtækið er einnig mjög umsvifamikið í veiðum innan Evrópusambandsins og hefur yfir að ráða stórum hluta af úthafsveiðiheimildum nokkurra ríkja innan sambandsins. Fyrirtækið er með dótturfélög á Englandi, í Skotlandi, Þýskalandi og Póllandi og fær úthlutað kvóta hjá þeim öllum. Þá eru dótturfélög með veiðiheimildir í Færeyjum og í Noregi. Dótturfélag eða félög Samherja eiga líka miklar veiðiheimildir í afríkuríkjunum Máritaníu og Marokko. Í gögnum fyrirtækisins frá árinu 2007 sem fréttastofan hefur undir höndum kemur fram að Samherjasamsteypan veiddi yfir 500 þúsund tonn á ári á þeim tíma. En árið 2007 aflaði Samherji 117 þúsund tonnum með íslenskum veiðiheimildum. Rúmlega 380 þúsund tonn voru veidd með aflaheimildum annarra ríkja. Forsvarsmönnum Samherja var boðið að koma í viðtal vegna þessarar fréttar og skýra út hvernig þessar heimildir skiptast á milli einstakra ríkja, en kusu að tjá sig ekki og vildu ekki veita fréttastofunni frekari upplýsingar. Sögðu þó að stærsti hluti afla hjá öðrum ríkjum væri uppsjávarfiskur í lögsögu Máritaníu og Marokkó. Miðað við skipaflota dótturfélaganna í Evrópusambandsríkjunum Bretlandi, Þýskalandi og Póllandi má þó áætla að veiðiheimildir þar skipti þúsundum og jafvel tugum þúsunda tonna. Þá hefur verið fullyrt við fréttastofu að dótturfélög Samherja veiði meirihlutann af úthafsveiðiheimildum Breta. Þegar Íslendingar semja um úthafsveiðikvóta við nágrannaríki, má því segja að Samherji sé báðum megin samningaborðsins, á Íslandi og innan Evrópusambandsins. Ekki liggur fyrir hvort Samherji fái veiðiheimildir sínar í Afríku með beinum samningum við stjórnvöld þar. Evrópusambandið er með viðamikla samninga við Máritaníu og Marokko um fjárhagslega og tæknilega aðstoð gegn því að fá veiðiheimildir innan ríkjanna, og því verður að teljast líklegt að Samherji fái sínar veiðiheimildir í þessum ríkjum í gegnum Evrópusambandið. Þá sækja fulltrúar fyrirtækisins fundi þar sem verið er að ræða útdeilingu á fiskveiðiheimildum innan sambandsins.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira