Viðskipti innlent

Afgangur af þjónustujöfnuði dregst saman

ingvar haraldsson skrifar
Þjónustujöfnuður var jákvæður um 138,8 milljarða á síðasta ári en nam 145,8 miljörðum árið 2013.
Þjónustujöfnuður var jákvæður um 138,8 milljarða á síðasta ári en nam 145,8 miljörðum árið 2013. vísir/valli
Afgangur af þjónustujöfnuði við útlönd dregst saman um sjö milljarða milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Þjónustujöfnuður var jákvæður um 138,8 milljarða á síðasta ári en nam 145,8 miljörðum árið 2013. Árið 2014 var útflutningur á þjónustu 499,2 milljarðar en innflutningur á þjónustu 360,4 milljarðar.

Þá er afgangur af  þjónustujöfnuði á fjórða ársfjórðungi 2014 einnig minni en á sama ársfjórðungi árið 2013. Þjónustujöfnuður við útlönd var jákvæður um 11,8 milljarða króna á fjórða ársfjórðung samanborið við 18,9 milljarða afgang á sama tíma árið 2013 á gengi hvors árs. Heildarútflutningur á þjónustu á fjórða ársfjórðungi 2014 var 110,9 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 99,1 milljarður.

Hagstofan bendir á að samgöngur séu stærsti þjónustuliður í útflutningi og skiluðu 129,3 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Þar á eftir kemur ferðaþjónusta með 44,8 milljarða afgangi á árinu 2014. Á móti var halli á annarri viðskiptaþjónustu 66,6 milljarðar á árinu 2014 samkvæmt bráðabirgðatölum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×