Af kjaramálum tónlistarskólakennara og annarra opinberra starfsmanna Guðríður Arnardóttir skrifar 21. október 2016 09:55 Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í tæpt ár. Krafa þeirra er hógvær, þau vilja fá sömu laun og aðrir kennarar. Tónlistarskólakennarar fóru í langt og erfitt verkfall fyrir tveimur árum og mátti glöggt finna þann mikla stuðning sem þau fengu í samfélaginu enda tónlistarskólar hluti af menntakerfinu og þar er enginn einn hlekkur minna mikilvægur en annar. Kennarasamband Íslands og Bandalag háskólamanna töldu hagsmunum sínum ekki borgið með aðild að rammasamkomulagi um launaþróun sem skrifað var undir af aðilum vinnumarkaðarins haustið 2015. Ástæðan var (fyrir utan fyrirhugaðar skerðingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna) að stærstum hluta til vegna þess að launasetning þessara hópa hefði áfram verið slök í samburði við hópa með sambærilega menntun innan rammans. Aldrei hef ég heyrt fulltrúa sveitarfélaganna eða aðra sem hafa um málið að segja fullyrða að það sé í lagi að tónlistarskólakennarar séu 15% lægri í launum en aðrir kennarar með sömu menntun. Og mér vitanlega hefur samningsfrelsi okkar opinberra starfsmanna ekki verið tekið af okkur, að minnsta kosti ekki í orði. En er það í reynd? Getur verið að við, opinberir starfsmenn, verðum nú látin sitja samningslaus og þannig verðum við barin til hlýðni og barið í gegn áframhaldandi láglaunastefna opinberra starfsmanna og skerðingar á lífeyrisréttindum? Það sýnir litlar efndir á þeim hluta nýs vinnumarkaðslíkans og fyrirhuguðum breytingum á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að laun þeirra skuli jafna við almenna markaðinn. Hvernig væri að byrja á þeim enda? Hvernig væri að sýna vilja í verki og semja við þá stétt opinberra starfsmanna sem hefur verið lengst samningslaus og hvers laun eru lægri en allra annarra menntastétta? Það væri ágætis byrjun á vegferð sem flestir eru sammála um að við verðum að hefja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í tæpt ár. Krafa þeirra er hógvær, þau vilja fá sömu laun og aðrir kennarar. Tónlistarskólakennarar fóru í langt og erfitt verkfall fyrir tveimur árum og mátti glöggt finna þann mikla stuðning sem þau fengu í samfélaginu enda tónlistarskólar hluti af menntakerfinu og þar er enginn einn hlekkur minna mikilvægur en annar. Kennarasamband Íslands og Bandalag háskólamanna töldu hagsmunum sínum ekki borgið með aðild að rammasamkomulagi um launaþróun sem skrifað var undir af aðilum vinnumarkaðarins haustið 2015. Ástæðan var (fyrir utan fyrirhugaðar skerðingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna) að stærstum hluta til vegna þess að launasetning þessara hópa hefði áfram verið slök í samburði við hópa með sambærilega menntun innan rammans. Aldrei hef ég heyrt fulltrúa sveitarfélaganna eða aðra sem hafa um málið að segja fullyrða að það sé í lagi að tónlistarskólakennarar séu 15% lægri í launum en aðrir kennarar með sömu menntun. Og mér vitanlega hefur samningsfrelsi okkar opinberra starfsmanna ekki verið tekið af okkur, að minnsta kosti ekki í orði. En er það í reynd? Getur verið að við, opinberir starfsmenn, verðum nú látin sitja samningslaus og þannig verðum við barin til hlýðni og barið í gegn áframhaldandi láglaunastefna opinberra starfsmanna og skerðingar á lífeyrisréttindum? Það sýnir litlar efndir á þeim hluta nýs vinnumarkaðslíkans og fyrirhuguðum breytingum á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að laun þeirra skuli jafna við almenna markaðinn. Hvernig væri að byrja á þeim enda? Hvernig væri að sýna vilja í verki og semja við þá stétt opinberra starfsmanna sem hefur verið lengst samningslaus og hvers laun eru lægri en allra annarra menntastétta? Það væri ágætis byrjun á vegferð sem flestir eru sammála um að við verðum að hefja.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar