Af hverju ekki nefskattur? Einar Karl Friðriksson skrifar 11. september 2014 07:00 Í desember 2013 skipaði innanríkisráðherra starfshóp sem hafði það verkefni að endurskoða fjárhagsleg samskipti ríkis og Þjóðkirkjunnar og safnaða hennar. Sá sem hér ritar hefði haldið að slíkur hópur myndi taka tillit til athugasemda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í úttekt sinni á stöðu mannréttinda á Íslandi árið 2012 gerði athugasemd við fyrirkomulag sóknargjalda á Íslandi.Nefndin taldi að íslensk stjórnvöld ættu ekki að leggja sóknargjöld á alla þegna óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag eða kjósi að standa utan þeirra. Í dag eru sóknargjöld ekki innheimt sérstaklega heldur litið svo á að þau séu hluti af almennum tekjuskatti, en álagning tekjuskatts er alveg óháð trúfélagaaðild. Því kemur á óvart að í frétt á heimasíðu innanríkisráðuneytis frá 5.9. um tillögur starfshópsins kemur ekkert fram um hugsanlegar breytingar á þessu kerfi. Einungis er talað um að hækka þurfi þær upphæðir sem renna úr ríkissjóði til skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, til að leiðrétta fyrir skerðingu þessara gjalda til jafns við aðra aðila „sem byggja rekstur sinn á framlögum af fjárlögum“. Í frétt á heimasíðu Þjóðkirkjunnar má lesa meira um vinnu starfshópsins, en þar stendur: „Starfshópurinn telur að það fyrirkomulag sem kveðið er á um í gildandi lögum um sóknargjöld hafi staðist tímans tönn. Það sé farsælt bæði fyrir ríki og kirkju þar sem það skapi stöðugleika í fjármögnun sókna og sé einfalt í framkvæmd.“ Hvernig það geti talist hagstætt fyrir ríkið að þurfa að greiða sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar og fjölda misgáfulegra trúfélaga úr ríkissjóði er erfitt að sjá. Eðlilegra væri að trúfélög, líkt og önnur félög sem vilja kalla sig sjálfstætt starfandi félög, innheimti sín félagsgjöld sjálf, en fái þau ekki greidd úr ríkissjóði. Ef hins vegar ríkið og trúfélög vilja að ríkið annist innheimtu sóknargjalda ætti ríkið að innheimta slík gjöld sem nefskatt á þá sem skráðir eru í trúfélög, en ekki líta svo á að sóknargjöld séu innifalin í almennri skattheimtu á alla þegna, líkt og hver önnur ríkisrekin þjónusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í desember 2013 skipaði innanríkisráðherra starfshóp sem hafði það verkefni að endurskoða fjárhagsleg samskipti ríkis og Þjóðkirkjunnar og safnaða hennar. Sá sem hér ritar hefði haldið að slíkur hópur myndi taka tillit til athugasemda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í úttekt sinni á stöðu mannréttinda á Íslandi árið 2012 gerði athugasemd við fyrirkomulag sóknargjalda á Íslandi.Nefndin taldi að íslensk stjórnvöld ættu ekki að leggja sóknargjöld á alla þegna óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag eða kjósi að standa utan þeirra. Í dag eru sóknargjöld ekki innheimt sérstaklega heldur litið svo á að þau séu hluti af almennum tekjuskatti, en álagning tekjuskatts er alveg óháð trúfélagaaðild. Því kemur á óvart að í frétt á heimasíðu innanríkisráðuneytis frá 5.9. um tillögur starfshópsins kemur ekkert fram um hugsanlegar breytingar á þessu kerfi. Einungis er talað um að hækka þurfi þær upphæðir sem renna úr ríkissjóði til skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, til að leiðrétta fyrir skerðingu þessara gjalda til jafns við aðra aðila „sem byggja rekstur sinn á framlögum af fjárlögum“. Í frétt á heimasíðu Þjóðkirkjunnar má lesa meira um vinnu starfshópsins, en þar stendur: „Starfshópurinn telur að það fyrirkomulag sem kveðið er á um í gildandi lögum um sóknargjöld hafi staðist tímans tönn. Það sé farsælt bæði fyrir ríki og kirkju þar sem það skapi stöðugleika í fjármögnun sókna og sé einfalt í framkvæmd.“ Hvernig það geti talist hagstætt fyrir ríkið að þurfa að greiða sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar og fjölda misgáfulegra trúfélaga úr ríkissjóði er erfitt að sjá. Eðlilegra væri að trúfélög, líkt og önnur félög sem vilja kalla sig sjálfstætt starfandi félög, innheimti sín félagsgjöld sjálf, en fái þau ekki greidd úr ríkissjóði. Ef hins vegar ríkið og trúfélög vilja að ríkið annist innheimtu sóknargjalda ætti ríkið að innheimta slík gjöld sem nefskatt á þá sem skráðir eru í trúfélög, en ekki líta svo á að sóknargjöld séu innifalin í almennri skattheimtu á alla þegna, líkt og hver önnur ríkisrekin þjónusta.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun