Af hagsmunum og „aumingjum“ Kristín I. Pálsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, skrifar grein í Fréttablaðið þann 29. janúar þar sem hann mótmælir fullyrðingum mínum um að SÁÁ hafi rekstrarhagsmuni. Það sem vekur þó enn meiri furðu í greininni eru viðhorf sem þar koma fram til fíknar og þeirra sem við hana glíma. „Hvernig á þá að skilja fíkn? Við erum líkamlegar verur sem hrærumst í tilteknu félagslegu umhverfi sem er flókið. Skilningur á fíkn verður að vera breiður; fíkn getur verið möguleg afleiðing mannlegrar löngunar til að breyta meðvitund; alvarlegur heilsufarsvandi vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem hún hefur á samfélagið og eyðileggjandi afleiðinga fíknarinnar; krónísk lífsálfélagsleg röskun sem tekur sig endurtekið upp og ekki er hægt að skilja án hins félagslega samhengis – en ekki einfaldlega heilasjúkdómur.“ Svo segir í niðurstöðum greinar sem birtist í American Journal of Bioethics Neuroscience í júlí 2013 þar sem farið er yfir helstu gagnrýni á kenninguna um fíkn sem heilasjúkdóm, „Addiction: Current Criticism of the Brain Disease Paradigm“. Það að fíkn sé heilasjúkdómur er nefnilega umdeild kenning en ekki staðreynd. Enginn efast um að langvarandi neysla fíkniefna valdi sjúkdómum en það skiptir máli við meðferð hvort fíknivandi er skoðaður sem meðfæddur vandi eða flókinn lífsálfélagsleg röskun – eins og segir í tilvitnuninni hér að ofan. Í greininni segir Arnþór: „Gamaldags og úreltum hugmyndum um að fíknsjúkdómur sé einhvers konar aumingjaskapur eða félagsleg hliðarverkun á öðrum vanda hefur fyrir löngu verið kastað. Fíknilækningar eru sérgrein í læknisfræði.“ Þarna birtast fordómafull viðhorf gagnvart þeim sem glíma við afleiðingar áfalla, vanrækslu og ofbeldis. Þessi viðhorf eru ekki ættuð úr vísindaheiminum heldur vísar þetta orðalag í kunnuglega frasa sem ættaðir eru úr jafningjahjálparsamtökum. Þarna speglast líka sá ágreiningur sem olli því að við sem stöndum að Rótinni gátum ekki þrifist innan SÁÁ og stofnuðum því nýtt félag. Við Rótarkonur lítum ekki á þá sem orðið hafa fyrir erfiðum upplifunum í lífinu sem aumingja heldur erum sammála vísindamönnunum, í ofannefndri grein um sjúkdómskenninguna, að líta verði á fíknivanda sem flókið heilsufars- og félagslegt vandamál sem meðhöndla þarf sem slíkt. Við erum ekki að bíða eftir því að genið og síðan pillan sem leysir þennan vanda verði fundin upp.Rekstrarhagsmunir SÁÁ Í grein sinni segir Arnþór um þá staðhæfingu mína að SÁÁ hafi af því rekstrarhagsmuni að fá sem flesta sjúklinga inn á Vog: „Þetta er fráleit staðhæfing.“ Auðvitað hefur SÁÁ rekstrarhagsmuni eins og aðrir sem standa í rekstri þó að félagið sé ekki rekið með hagnað að leiðarljósi. Félagið rekur sjúkrahús og meðferðarstarfsemi og aflar tekna til starfseminnar með ýmsu móti en að mestu leyti í gegnum þjónustusamning við ríkið. Síðasti samningur var undirritaður 17. desember sl. en SÁÁ fékk alls 805 milljónir árið 2014 samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þar um í þinginu. Það er ekki svo að ég sé að finna upp hjólið með þeirri staðhæfingu að betur fari á því að aðrir en hagsmunaaðilar, eins og SÁÁ, skammti sér sjálfir sjúklinga. Hugmyndina má meðal annars finna í skýrslu þáverandi heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem hann lagði fyrir þingið 2004-2005 en í henni eru margar ágætar hugmyndir sem því miður var ekki hrint í framkvæmd á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Sjá meira
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, skrifar grein í Fréttablaðið þann 29. janúar þar sem hann mótmælir fullyrðingum mínum um að SÁÁ hafi rekstrarhagsmuni. Það sem vekur þó enn meiri furðu í greininni eru viðhorf sem þar koma fram til fíknar og þeirra sem við hana glíma. „Hvernig á þá að skilja fíkn? Við erum líkamlegar verur sem hrærumst í tilteknu félagslegu umhverfi sem er flókið. Skilningur á fíkn verður að vera breiður; fíkn getur verið möguleg afleiðing mannlegrar löngunar til að breyta meðvitund; alvarlegur heilsufarsvandi vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem hún hefur á samfélagið og eyðileggjandi afleiðinga fíknarinnar; krónísk lífsálfélagsleg röskun sem tekur sig endurtekið upp og ekki er hægt að skilja án hins félagslega samhengis – en ekki einfaldlega heilasjúkdómur.“ Svo segir í niðurstöðum greinar sem birtist í American Journal of Bioethics Neuroscience í júlí 2013 þar sem farið er yfir helstu gagnrýni á kenninguna um fíkn sem heilasjúkdóm, „Addiction: Current Criticism of the Brain Disease Paradigm“. Það að fíkn sé heilasjúkdómur er nefnilega umdeild kenning en ekki staðreynd. Enginn efast um að langvarandi neysla fíkniefna valdi sjúkdómum en það skiptir máli við meðferð hvort fíknivandi er skoðaður sem meðfæddur vandi eða flókinn lífsálfélagsleg röskun – eins og segir í tilvitnuninni hér að ofan. Í greininni segir Arnþór: „Gamaldags og úreltum hugmyndum um að fíknsjúkdómur sé einhvers konar aumingjaskapur eða félagsleg hliðarverkun á öðrum vanda hefur fyrir löngu verið kastað. Fíknilækningar eru sérgrein í læknisfræði.“ Þarna birtast fordómafull viðhorf gagnvart þeim sem glíma við afleiðingar áfalla, vanrækslu og ofbeldis. Þessi viðhorf eru ekki ættuð úr vísindaheiminum heldur vísar þetta orðalag í kunnuglega frasa sem ættaðir eru úr jafningjahjálparsamtökum. Þarna speglast líka sá ágreiningur sem olli því að við sem stöndum að Rótinni gátum ekki þrifist innan SÁÁ og stofnuðum því nýtt félag. Við Rótarkonur lítum ekki á þá sem orðið hafa fyrir erfiðum upplifunum í lífinu sem aumingja heldur erum sammála vísindamönnunum, í ofannefndri grein um sjúkdómskenninguna, að líta verði á fíknivanda sem flókið heilsufars- og félagslegt vandamál sem meðhöndla þarf sem slíkt. Við erum ekki að bíða eftir því að genið og síðan pillan sem leysir þennan vanda verði fundin upp.Rekstrarhagsmunir SÁÁ Í grein sinni segir Arnþór um þá staðhæfingu mína að SÁÁ hafi af því rekstrarhagsmuni að fá sem flesta sjúklinga inn á Vog: „Þetta er fráleit staðhæfing.“ Auðvitað hefur SÁÁ rekstrarhagsmuni eins og aðrir sem standa í rekstri þó að félagið sé ekki rekið með hagnað að leiðarljósi. Félagið rekur sjúkrahús og meðferðarstarfsemi og aflar tekna til starfseminnar með ýmsu móti en að mestu leyti í gegnum þjónustusamning við ríkið. Síðasti samningur var undirritaður 17. desember sl. en SÁÁ fékk alls 805 milljónir árið 2014 samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þar um í þinginu. Það er ekki svo að ég sé að finna upp hjólið með þeirri staðhæfingu að betur fari á því að aðrir en hagsmunaaðilar, eins og SÁÁ, skammti sér sjálfir sjúklinga. Hugmyndina má meðal annars finna í skýrslu þáverandi heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem hann lagði fyrir þingið 2004-2005 en í henni eru margar ágætar hugmyndir sem því miður var ekki hrint í framkvæmd á sínum tíma.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun