Af fötluðu fólki í Hörpu Örnólfur Hall skrifar 31. október 2014 07:00 Mörg dæmi eru þess að fötluðu fólki finnist því vera mismunað hvað varðar aðstöðu og aðgengi í Hörpu og hafi það á tilfinningunni að það sé annars flokks gestir þar. Því finnst t.d. að það sé aukahópur í Eldborgarsal og því er gert að nota þar sérinngang. Það eiga hins vegar allir gestir, fatlaðir og ófatlaðir, að geta farið inn um sama inngang. Fatlað fólk á að geta farið og verið sem víðast og ekki þurfa að slíta sig frá samferðafólki sínu, sínum félögum og ástvinum eða verða að fara á allt aðra staði en aðrir. Hjólastólafólki er beinlínis ætlað að sitja í hallanum í Eldborgarsal sem það segir mjög óþægilegt og þreytandi. Jafnframt er hér bent á að: 1)Hjólastólanotendur og fólk með skerta göngugetu kemst ekki upp á galleríin vegna stiganna sem að þeim liggja. 2)Skábrautin að svokölluðum Björtu loftum er ólögleg samkvæmt viðurkenndum, alþjóðlegum byggingarreglugerðum með of miklum halla fyrir hjólastóla. Hann ætti að vera 1:20 en er 1,5:20. Eins eiga að vera þar hvíldarpallar með að lágmarki 12 metra millibili og því a.m.k. tveir á þessari skábraut í húsinu. 3)Salernum er ábótavant m.t.t. aðstöðu. Úttektir byggingaryfirvalda virðast hvergi aðgengilegar – ef þær eru þá til! Enginn virðist bera ábyrgð á úttektum í Hörpu og t.d. finnst ekki úttektarskýrsla um aðstöðu og aðgengi fatlaðs fólks í eða við Hörpu (eða þá á Hörpuhjúp o.fl.) og vísar hvert embættið á annað í þeim efnum. Aðspurt bendir byggingarfulltrúaembættið á tvær stórar verkfræðistofur sem hins vegar kannast ekkert við að hafa haft með úttektir af þessum toga þar að gera. Ný Mannvirkjastofnun segir í svari við fyrirspurn: „Samkvæmt lögum hefur Mannvirkjastofnun ekki hlutverki að gegna varðandi úttektir sem þessar. Ábyrgð á úttektum bera annars vegar hönnuður og framkvæmdaaðili og hins vegar byggingarfulltrúi“. Að frumkvæði fv. menntamálaráðherra áttum við tveir gagnrýnir kollegar fund um ýmislegt um „framkvæmdina“ og m.a. úttektarmál Hörpu með fv. stjórnarformanni o.fl. og var okkur þá vísað á byggingarfulltrúaembættið í því sambandi. En það vísaði frá sér eins og áður greinir. Enginn virðist sem sagt bera ábyrgð á Hörpunni með tilliti til allrar hönnunar – eða „smíði“ hennar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Mörg dæmi eru þess að fötluðu fólki finnist því vera mismunað hvað varðar aðstöðu og aðgengi í Hörpu og hafi það á tilfinningunni að það sé annars flokks gestir þar. Því finnst t.d. að það sé aukahópur í Eldborgarsal og því er gert að nota þar sérinngang. Það eiga hins vegar allir gestir, fatlaðir og ófatlaðir, að geta farið inn um sama inngang. Fatlað fólk á að geta farið og verið sem víðast og ekki þurfa að slíta sig frá samferðafólki sínu, sínum félögum og ástvinum eða verða að fara á allt aðra staði en aðrir. Hjólastólafólki er beinlínis ætlað að sitja í hallanum í Eldborgarsal sem það segir mjög óþægilegt og þreytandi. Jafnframt er hér bent á að: 1)Hjólastólanotendur og fólk með skerta göngugetu kemst ekki upp á galleríin vegna stiganna sem að þeim liggja. 2)Skábrautin að svokölluðum Björtu loftum er ólögleg samkvæmt viðurkenndum, alþjóðlegum byggingarreglugerðum með of miklum halla fyrir hjólastóla. Hann ætti að vera 1:20 en er 1,5:20. Eins eiga að vera þar hvíldarpallar með að lágmarki 12 metra millibili og því a.m.k. tveir á þessari skábraut í húsinu. 3)Salernum er ábótavant m.t.t. aðstöðu. Úttektir byggingaryfirvalda virðast hvergi aðgengilegar – ef þær eru þá til! Enginn virðist bera ábyrgð á úttektum í Hörpu og t.d. finnst ekki úttektarskýrsla um aðstöðu og aðgengi fatlaðs fólks í eða við Hörpu (eða þá á Hörpuhjúp o.fl.) og vísar hvert embættið á annað í þeim efnum. Aðspurt bendir byggingarfulltrúaembættið á tvær stórar verkfræðistofur sem hins vegar kannast ekkert við að hafa haft með úttektir af þessum toga þar að gera. Ný Mannvirkjastofnun segir í svari við fyrirspurn: „Samkvæmt lögum hefur Mannvirkjastofnun ekki hlutverki að gegna varðandi úttektir sem þessar. Ábyrgð á úttektum bera annars vegar hönnuður og framkvæmdaaðili og hins vegar byggingarfulltrúi“. Að frumkvæði fv. menntamálaráðherra áttum við tveir gagnrýnir kollegar fund um ýmislegt um „framkvæmdina“ og m.a. úttektarmál Hörpu með fv. stjórnarformanni o.fl. og var okkur þá vísað á byggingarfulltrúaembættið í því sambandi. En það vísaði frá sér eins og áður greinir. Enginn virðist sem sagt bera ábyrgð á Hörpunni með tilliti til allrar hönnunar – eða „smíði“ hennar!
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun