FIMMTUDAGUR 26. MAÍ NÝJAST 10:35

Brýnt ađ losna viđ floppy diskana frá kjarnorkuvopnum

FRÉTTIR

Ćtlum ađ ná í sigur í Portúgal | Myndir

 
Körfubolti
06:00 17. FEBRÚAR 2016

Á laugardaginn mætir Ísland liði Portúgals í undankeppni EM 2017 en leikurinn fer fram ytra. Liðið, undir stjórn Ívars Ásgrímssonar, hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni en stefnir óhikað að því að sækja til sigurs um helgina.

„Portúgal er það lið í riðlinum sem við töldum fyrirfram að við ættum hvað mesta möguleika á að vinna,“ segir Ívar en þar að auki eru Ungverjaland og Slóvakía í riðlinum – bæði ógnarsterk lið sem hafa verið í fremstu röð í Evrópu um árabil.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á æfingu liðsins í gær og tók myndirnar hér að ofan.

„Það hentar okkur ágætlega að spila gegn Portúgal. Þær sækja mikið inn í teiginn og spila sterka vörn. Portúgal á tvo mjög sterka leikmenn sem eru aðallega í kringum teiginn og við þurfum að hafa góðar gætur á þeim,“ segir hann enn fremur.

Ívar vonast til þess að liðið haldi áfram að bæta sig og hann óskar eftir stærra sóknarframlagi frá sínum leikmönnum. „Við þurfum að halda áfram að spila þann varnarleik sem við höfum verið að gera og bæta okkur í sókninni. Það þurfa fleiri að skora og ég hef fulla trú á að það lið sem við erum að fara með út geti gert góða hluti í þessum leik.“

Portúgal tapaði fyrir Ungverjalandi og Slóvakíu í fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, rétt eins og Ísland, og eru bæði lið því með tvö stig í F-riðli undankeppni EM 2017.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Ćtlum ađ ná í sigur í Portúgal | Myndir
Fara efst