Innlent

Ætlar ekki að eyða krónu í mánuð

Jóhanna Vala Höskuldsdóttir ætlar ekki að eyða einni einustu krónu í mánuðinum og segist vera að gera það af illri nauðsyn þar sem hún fékk enga vinnu í sumar. Hún fer í ruslaferðir þar sem hún safnar mat úr gámum fyrir utan stórverslanir og hefur búið sér til sígarettur úr blaðsíðum biblíunnar. Ísland í dag ræddi við Jóhönnu í kvöld.

„Ég ætla að lifa á loftinu í 30 daga. Ég er alltaf hrædd við að eiga ekki peninga og eyði eim eins og vindurinn. Ég veit aldrei hverju ég eyði á hvaða korti og alltaf um mánaðarmótin kemur upp þessi ógnvænlega rauða tala. Ég er orðin leið á því að þurfa að leita til foreldra minna eða annarra og biðja um peninga, ég er orðin 28 ára og þarf að fara að taka á mínum málum,“ segir Jóhanna.



Jóhanna segir nóg af mat að finna í gámum fyrir utan matvöruverslanir og að hann sé yfirleitt í fínu standi. Það sé mikið af fólki sem stundi þetta og að hún hafi fengið góð ráð og hefur því ekki áhyggjur af því að verða svöng næstu vikurnar. Hún fékk meira að segja atvinnukokk til að hjálpa sér að útbúa rétti úr þessum mat.

Jóhanna segir tilganginn með verkefninu vera að finna hamingjuna. „Mig langar til að læra að vera hamingjusöm án þess að verða rík"



Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á viðtalið við Jóhönnu í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×