Innlent

Æskulýðsprestur ekki ákærður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki eru taldar líkur á sakfellingu í málinu og hefur það því verið fellt niður.
Ekki eru taldar líkur á sakfellingu í málinu og hefur það því verið fellt niður.
Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, æskulýðsprestur í Selfosskirkju, verður ekki ákærð fyrir að sýna börnum kynfæri fólks í fermingarfræðslu. Þetta segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Árnessýslu, í samtali við Vísi.

Séra Ninna fékk Siggu Dögg kynfræðing til að koma og halda fyrirlestur um samskipti kynjanna. Fyrirlesturinn var hluti af fermingarfræðslu kirkjunnar. Sigga Dögg sýndi þá myndir af kynfærum en séra Ninna var kærð til lögreglu þar sem þeir sem kærðu töldu hana ábyrga fyrir öllu sem fram fer í fermingarfræðslunni.

Lögreglan tók málið til rannsóknar og hefur nú lokið henni. Ekki eru taldar líkur á sakfellingu í málinu og hefur það því verið fellt niður.


Tengdar fréttir

Kynfærin í kirkjunni

Á dögunum fékk æskulýðsprestur í Selfosskirkju þá fínu hugmynd að fá kynfræðing til að ræða við verðandi fermingarbörn. Hluti af fræðslunni var að sýna myndir af íslenskum tippum og píkum og tilgangurinn væntanlega meðal annars að sýna fram á að kynfæri eru jafn ólík og þau eru mörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×