Erlent

Aðskilnaðarsinnum kennt um árásina í Mariupol

Samúel Karl Ólason skrifar
Miklar skemmdir urðu í borginni.
Miklar skemmdir urðu í borginni. Vísir/AP
Petro Poroschenko, forseti Úkraínu, segir að símtöl og talstöðvarskilaboð sem stjórnvöld hafi hlerað, sanni að aðskilnaðarsinnar hafi skotið eldflaugum og borgina Mariupol. Þar létust minnst 30 manns í árásinni, sem mun draga enn fremur úr samskiptum vesturveldanna og Rússlands.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkinu muni vinna með vinum sínum í Evrópu að því að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. ESB mun halda sérstakan fund vegna málsins í dag og í kvöld mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna funda um ástandið í Úkraínu.

AP fréttaveitan hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að stjórnarher Úkraínu beri ábyrgð á auknum átökum á svæðinu. Hann segir þó ekki hver beri ábyrgð á árásinni, en segir að það verði að rannsaka.

Einn leiðtogi aðskilnaðarsinna, Alexander Zahkarchenko, tilkynnti á laugardaginn að sveitir hans væru að hefja árás á Mariupol. Hann dró hins vegar tilkynningu sína til baka, eftir umrædda eldflaugaárás og sakaði stjórnarherinn um að bera ábyrgð á ódæðinu.

Frá því að átökin hófust í austurhluta Úkraínu í apríl, hafa minnst 5.100 látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×