Aðilar úti í bæ semji ekki ný frumvörp Freyr Bjarnason skrifar 30. nóvember 2013 07:00 Ómar segir óeðlilegt að hagsmunaaðilar komi beint að mótun frumvarpa. fréttablaðið/valli Ómar H. Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir ekki eðlilegt að hagsmunaðilar komi beint að samningu frumvarpa. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að fyrirtækið Carbon Recycling International hafi skrifað stóran hluta af fyrstu drögum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að frumvarpi um endurnýjanlegt eldsneyti. Fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. Frumvarpið varð að lögum sex mánuðum síðar. Ómar kveðst ekki vita til þess að ákvæði séu um það í lögum sem meini hagsmunaðilum að koma drögum að frumvörpum á framfæri. „Kjarni málsins er sá að það er hlutverk stjórnarráðsins að vinna frumvörp en ekki aðila úti í bæ. Það þarf eiginlega ekki að setja reglu um það því það er svo augljóst,“ segir hann, aðspurður. Hann segist ekki geta lagt mat á þetta tiltekna mál því hann þekki það ekki nægilega vel. „Almenna reglan er sú að stjórnarfrumvörp eru samin af sérfræðingum ráðuneytanna eða stofnana þeirra. Stundum er sérfræðingum utan ráðuneytis eða sérstökum samstarfshópi falið verkefnið.“ Ómar segir að skilja verði á milli frumvarpsgerðarinnar sjálfrar og samráðs. „Það hefur verið vaxandi áhersla hjá íslenskum stjórnvöldum að auka samráð við stefnumótun mála sem leiða til lagabreytinga. Í því hefur falist samráð við hlutaðeigandi. Það er eðlilegt að á stefnumótunarstigi sé haft samráð við ólíka hagsmunaaðila,“ segir hann. „Einnig þurfum við að hafa í huga að þegar frumvarp hefur verið lagt fram er ávallt leitað umsagnar hagsmunaaðila og rætt við þá í viðkomandi fagnefnd þingsins.“ Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Ómar H. Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir ekki eðlilegt að hagsmunaðilar komi beint að samningu frumvarpa. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að fyrirtækið Carbon Recycling International hafi skrifað stóran hluta af fyrstu drögum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að frumvarpi um endurnýjanlegt eldsneyti. Fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. Frumvarpið varð að lögum sex mánuðum síðar. Ómar kveðst ekki vita til þess að ákvæði séu um það í lögum sem meini hagsmunaðilum að koma drögum að frumvörpum á framfæri. „Kjarni málsins er sá að það er hlutverk stjórnarráðsins að vinna frumvörp en ekki aðila úti í bæ. Það þarf eiginlega ekki að setja reglu um það því það er svo augljóst,“ segir hann, aðspurður. Hann segist ekki geta lagt mat á þetta tiltekna mál því hann þekki það ekki nægilega vel. „Almenna reglan er sú að stjórnarfrumvörp eru samin af sérfræðingum ráðuneytanna eða stofnana þeirra. Stundum er sérfræðingum utan ráðuneytis eða sérstökum samstarfshópi falið verkefnið.“ Ómar segir að skilja verði á milli frumvarpsgerðarinnar sjálfrar og samráðs. „Það hefur verið vaxandi áhersla hjá íslenskum stjórnvöldum að auka samráð við stefnumótun mála sem leiða til lagabreytinga. Í því hefur falist samráð við hlutaðeigandi. Það er eðlilegt að á stefnumótunarstigi sé haft samráð við ólíka hagsmunaaðila,“ segir hann. „Einnig þurfum við að hafa í huga að þegar frumvarp hefur verið lagt fram er ávallt leitað umsagnar hagsmunaaðila og rætt við þá í viðkomandi fagnefnd þingsins.“
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira