Viðskipti innlent

Aðgerðin sögð sáttmáli kynslóða

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Í kynningu á skuldaniðurfellingu heimilanna kom fram að heimili elstu einstaklinga landsins skulda minnst. Í því samhengi var talað um að aðgerðirnar væru sáttmáli kynslóðanna endi aðstoði þeir eldri oft þá yngri við að kaupa fasteignir.

„Enginn er eyland. Aðgerðin er almenn sem hefur áhrif á alla landsmenn," sagði Sigurður Hannesson, formaður sérfræðingahóps um aðgerðir ríkisstjórnar.

Benti hann á að skuldavandi hægi á fasteignamarkaði og íbúðarverð lækki. Með aukinni greiðslugetu landsmanna aukist fjárfestingar og að fasteignir séu helsta sparnaðarform almennings víða um heim. Sagði hann áhrifin verða bæði bein og óbein á alla landsmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×