Aðgerðarpakki um einföldun regluverks kynntur á næstunni Jóhannes Stefánsson skrifar 24. ágúst 2013 19:09 Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands hafa boðað til fundar þann 2. september næstkomandi þar sem ráðgert er að afla liðveislu erlendra sérfræðinga um það hvernig íslenskt regluverk verði helst einfaldað. „Hvaða aðgerðir verða kynntar á þessum fundi?“ „Á nokkurra mánaða skeiði erum við búin að vera að undirbúa að uppfylla það sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum að einfalda regluverk atvinnulífsins. Ætlunin er að gera það skilvirkara og einfaldara,“ segir Sigmundur. Þá segir hann: „Á þessum fundi fáum við erlenda gesti til að fara yfir reynslu Breta í því að einfalda regluverk þar í landi og í framhaldi af fundinum verða svo tveggja daga vinnufundir með þessum erlendu gestum þar sem þeir fara yfir það sem verið hefur unnið hér heima, meta kosti þess og galla. Svo vonandi í framhaldi af því verður tilbúinn aðgerðarpakki“. „Hver hefur ávinning af því að reglur séu einfaldar?“ „Samfélagið allt hefur ávinning af því,“ segir Sigmundur. „Þetta varðar þó sérstasklega litlu og meðalstóru fyrirtækin. Einyrkja sem er að reyna að stofna nýtt fyritæki, fyrirtæki sem er að þróa nýja vöru eða þjónustu sem er að koma sér af stað en lenda allt of oft í því að regluverkið og kerfið er svo þungt í vöfum að menn bara stranda á því. Við viljum koma í veg fyrir það,“ bætir hann við. Aðspurður hvort einföldun regluverks geti ekki haft í för með sér minna öryggi fyrir þá sem eiga viðskipti við Íslenskt atvinnulíf svarar forsærisráðherra neitandi. Hann segir að við vinnuna verði meðal annars horft til Bretlands auk þess sem erlendir sérfræðingar frá OECD muni veita ráðleggingar. Einföldun regluverksins verður því að minnsta kosti að einhverju leyti að erlendri forskrift. „Þannig að íslenskt regluverk fer ekki í íslenska kúrinn?" „Jú það má kannski segja það, það má nota það orð þess vegna,“ segir hann. „Minnir mig á það að ég þarf að fara að huga að því sjálfur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands hafa boðað til fundar þann 2. september næstkomandi þar sem ráðgert er að afla liðveislu erlendra sérfræðinga um það hvernig íslenskt regluverk verði helst einfaldað. „Hvaða aðgerðir verða kynntar á þessum fundi?“ „Á nokkurra mánaða skeiði erum við búin að vera að undirbúa að uppfylla það sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum að einfalda regluverk atvinnulífsins. Ætlunin er að gera það skilvirkara og einfaldara,“ segir Sigmundur. Þá segir hann: „Á þessum fundi fáum við erlenda gesti til að fara yfir reynslu Breta í því að einfalda regluverk þar í landi og í framhaldi af fundinum verða svo tveggja daga vinnufundir með þessum erlendu gestum þar sem þeir fara yfir það sem verið hefur unnið hér heima, meta kosti þess og galla. Svo vonandi í framhaldi af því verður tilbúinn aðgerðarpakki“. „Hver hefur ávinning af því að reglur séu einfaldar?“ „Samfélagið allt hefur ávinning af því,“ segir Sigmundur. „Þetta varðar þó sérstasklega litlu og meðalstóru fyrirtækin. Einyrkja sem er að reyna að stofna nýtt fyritæki, fyrirtæki sem er að þróa nýja vöru eða þjónustu sem er að koma sér af stað en lenda allt of oft í því að regluverkið og kerfið er svo þungt í vöfum að menn bara stranda á því. Við viljum koma í veg fyrir það,“ bætir hann við. Aðspurður hvort einföldun regluverks geti ekki haft í för með sér minna öryggi fyrir þá sem eiga viðskipti við Íslenskt atvinnulíf svarar forsærisráðherra neitandi. Hann segir að við vinnuna verði meðal annars horft til Bretlands auk þess sem erlendir sérfræðingar frá OECD muni veita ráðleggingar. Einföldun regluverksins verður því að minnsta kosti að einhverju leyti að erlendri forskrift. „Þannig að íslenskt regluverk fer ekki í íslenska kúrinn?" „Jú það má kannski segja það, það má nota það orð þess vegna,“ segir hann. „Minnir mig á það að ég þarf að fara að huga að því sjálfur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira