Aðgerðarpakki um einföldun regluverks kynntur á næstunni Jóhannes Stefánsson skrifar 24. ágúst 2013 19:09 Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands hafa boðað til fundar þann 2. september næstkomandi þar sem ráðgert er að afla liðveislu erlendra sérfræðinga um það hvernig íslenskt regluverk verði helst einfaldað. „Hvaða aðgerðir verða kynntar á þessum fundi?“ „Á nokkurra mánaða skeiði erum við búin að vera að undirbúa að uppfylla það sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum að einfalda regluverk atvinnulífsins. Ætlunin er að gera það skilvirkara og einfaldara,“ segir Sigmundur. Þá segir hann: „Á þessum fundi fáum við erlenda gesti til að fara yfir reynslu Breta í því að einfalda regluverk þar í landi og í framhaldi af fundinum verða svo tveggja daga vinnufundir með þessum erlendu gestum þar sem þeir fara yfir það sem verið hefur unnið hér heima, meta kosti þess og galla. Svo vonandi í framhaldi af því verður tilbúinn aðgerðarpakki“. „Hver hefur ávinning af því að reglur séu einfaldar?“ „Samfélagið allt hefur ávinning af því,“ segir Sigmundur. „Þetta varðar þó sérstasklega litlu og meðalstóru fyrirtækin. Einyrkja sem er að reyna að stofna nýtt fyritæki, fyrirtæki sem er að þróa nýja vöru eða þjónustu sem er að koma sér af stað en lenda allt of oft í því að regluverkið og kerfið er svo þungt í vöfum að menn bara stranda á því. Við viljum koma í veg fyrir það,“ bætir hann við. Aðspurður hvort einföldun regluverks geti ekki haft í för með sér minna öryggi fyrir þá sem eiga viðskipti við Íslenskt atvinnulíf svarar forsærisráðherra neitandi. Hann segir að við vinnuna verði meðal annars horft til Bretlands auk þess sem erlendir sérfræðingar frá OECD muni veita ráðleggingar. Einföldun regluverksins verður því að minnsta kosti að einhverju leyti að erlendri forskrift. „Þannig að íslenskt regluverk fer ekki í íslenska kúrinn?" „Jú það má kannski segja það, það má nota það orð þess vegna,“ segir hann. „Minnir mig á það að ég þarf að fara að huga að því sjálfur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands hafa boðað til fundar þann 2. september næstkomandi þar sem ráðgert er að afla liðveislu erlendra sérfræðinga um það hvernig íslenskt regluverk verði helst einfaldað. „Hvaða aðgerðir verða kynntar á þessum fundi?“ „Á nokkurra mánaða skeiði erum við búin að vera að undirbúa að uppfylla það sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum að einfalda regluverk atvinnulífsins. Ætlunin er að gera það skilvirkara og einfaldara,“ segir Sigmundur. Þá segir hann: „Á þessum fundi fáum við erlenda gesti til að fara yfir reynslu Breta í því að einfalda regluverk þar í landi og í framhaldi af fundinum verða svo tveggja daga vinnufundir með þessum erlendu gestum þar sem þeir fara yfir það sem verið hefur unnið hér heima, meta kosti þess og galla. Svo vonandi í framhaldi af því verður tilbúinn aðgerðarpakki“. „Hver hefur ávinning af því að reglur séu einfaldar?“ „Samfélagið allt hefur ávinning af því,“ segir Sigmundur. „Þetta varðar þó sérstasklega litlu og meðalstóru fyrirtækin. Einyrkja sem er að reyna að stofna nýtt fyritæki, fyrirtæki sem er að þróa nýja vöru eða þjónustu sem er að koma sér af stað en lenda allt of oft í því að regluverkið og kerfið er svo þungt í vöfum að menn bara stranda á því. Við viljum koma í veg fyrir það,“ bætir hann við. Aðspurður hvort einföldun regluverks geti ekki haft í för með sér minna öryggi fyrir þá sem eiga viðskipti við Íslenskt atvinnulíf svarar forsærisráðherra neitandi. Hann segir að við vinnuna verði meðal annars horft til Bretlands auk þess sem erlendir sérfræðingar frá OECD muni veita ráðleggingar. Einföldun regluverksins verður því að minnsta kosti að einhverju leyti að erlendri forskrift. „Þannig að íslenskt regluverk fer ekki í íslenska kúrinn?" „Jú það má kannski segja það, það má nota það orð þess vegna,“ segir hann. „Minnir mig á það að ég þarf að fara að huga að því sjálfur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira