Handbolti

Aðeins þrír Selfyssingar komust á blað gegn bikarmeisturunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Varnartröllið Anna Úrsúla Guðmundsdóttirog markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir skelltu í lás.
Varnartröllið Anna Úrsúla Guðmundsdóttirog markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir skelltu í lás. vísir/vilhelm
Nýkrýndir bikarmeistarar Gróttu lögðu kampavínsbaðið til hliðar í kvöld þegar liðið mætti Selfossi í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar kvenna.

Það voru engir timburmenn í bikarmeisturunum sem unnu 21 marks sigur, 31-10, eftir að vera 18-5 yfir í hálfleik.

Aðeins þrír Selfyssingar; Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Carmen Palamariu og Margrét Katrín Jónsdóttir, komust á blað á Nesinu í kvöld.

Hrafnhildur Hanna, sem er jafnframt markahæst í deildinni með 137 mörk, var markahæst gestasnna með fimm mörk. Carmen Palamariu skoraði fjögur.

Hjá Gróttu var Karólína Bæhrens markahæst með sex mörk en þær Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Arndís María Erlingsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor.

Grótta er á toppi Olís-deildarinnar með 34 stig, tveimur stigum á undan Stjörnunni. Selfoss er í áttunda sæti með 15 stig, stigi á undan HK í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni.

Mörk Gróttu: Karólína Bæhrenz Lárudóttir 6, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 4, Arndís María Erlingsdóttir 4, Lovísa Thompson 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Eva Margrét Kristinsdóttir 2, Anna Katrín Stefánsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 2, Guðný Hjaltadóttir 2, Sunna María Einarsdóttir 1.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Carmen Palamariu 4, Margrét Katrín Jónsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×