ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Adam verđur samherji Arons og Daníels

 
Fótbolti
10:15 25. JANÚAR 2016
Adam Örn Rnarson verđur í treyju númer 22 hjá Álasundi.
Adam Örn Rnarson verđur í treyju númer 22 hjá Álasundi. MYND/AAFK.NO

Adam Örn Arnarson, bakvörður U21 árs landsliðs Íslands, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Álasunds.

Adam Örn, sem er uppalinn í Breiðabliki, hefur spilað með Nordsjælland í Danmörku undanfarin ár, en hann kom þaðan frá NEC Nijmegen í Hollands.

Þessi tvítugi bakvörður spilaði átta leiki í byrjunarliði Nordsjælland fyrir vetrarfríið í dönsku úrvalsdeildinni undir stjórn Ólafs Kristjánssonar og sjö leiki á síðustu leiktíð.

Hann er lykilmaður í U21 árs landsliðinu sem er á toppi síns riðils í undankeppni EM 2017, en hjá Álasundi hittir hann samherja sinn í landsliðinu, Víkinginn Aron Elís Þrándarson.

Annar Íslendingur, Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson, er einnig á mála hjá Álasundi sem hafnaði í í tíunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Adam verđur samherji Arons og Daníels
Fara efst