SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Llorente og Chadli á innkaupalista Swansea

SPORT

Adam verđur samherji Arons og Daníels

 
Fótbolti
10:15 25. JANÚAR 2016
Adam Örn Rnarson verđur í treyju númer 22 hjá Álasundi.
Adam Örn Rnarson verđur í treyju númer 22 hjá Álasundi. MYND/AAFK.NO

Adam Örn Arnarson, bakvörður U21 árs landsliðs Íslands, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Álasunds.

Adam Örn, sem er uppalinn í Breiðabliki, hefur spilað með Nordsjælland í Danmörku undanfarin ár, en hann kom þaðan frá NEC Nijmegen í Hollands.

Þessi tvítugi bakvörður spilaði átta leiki í byrjunarliði Nordsjælland fyrir vetrarfríið í dönsku úrvalsdeildinni undir stjórn Ólafs Kristjánssonar og sjö leiki á síðustu leiktíð.

Hann er lykilmaður í U21 árs landsliðinu sem er á toppi síns riðils í undankeppni EM 2017, en hjá Álasundi hittir hann samherja sinn í landsliðinu, Víkinginn Aron Elís Þrándarson.

Annar Íslendingur, Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson, er einnig á mála hjá Álasundi sem hafnaði í í tíunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Adam verđur samherji Arons og Daníels
Fara efst