Innlent

Aðalsalur Hörpunnar heitir Eldborg

Aðalsal Hörpunnar hefur verið gefið nafnið Eldborg. MYnd/Harpan
Aðalsal Hörpunnar hefur verið gefið nafnið Eldborg. MYnd/Harpan
Sölum tónlistarhússins Hörpu hafa nú verið gefin formleg nöfn. Stærsti salurinn heitir Eldborg. Í tilkynningu frá Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpunnar, segir að nöfnin í húsinu séu úr tónlistarsögunni auk nafna úr menningu og náttúru landsins.

„Nöfnin fjögur eru talin ríma vel við ólíka hönnun og liti salanna. Það má enn fremur segja að þessi nöfn vísi til frumkraftanna fjögurra: elds, lofts, jarðar og vatns, en í austurlenskum fræðum er það talið skapa góðan anda og jafnvægi í húsakynnum ef öll þessi efni eru til staðar.

Stærsti salurinn, sjálfur tónleikasalurinn, hefur fengið nafnið Eldborg. Hinn tónleikasalurinn mun heita Norðurljós. Ráðstefnusalurinn heitir Silfurberg og fjórði salurinn, sem er þeirra minnstur, fær nafnið Kaldalón,“ segir í tilkynningu Steinunnar.

Þá hafa önnur salarkynni og fundarherbergi Hörpunnar einnig fengið nöfn. Þau eru miðuð við mót lands og vatns og verða kölluð Nes, Vör, Vík og Sund.

Tvö sýningarsvæði í ytri rýmum Hörpunnar munu heita Flói og Eyri. Skiptanleg ráðstefnuherbergi eru nefnd Ríma, Vísa og Stemma.

- gar


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×