Sport

Aðalheiður Rósa og Kristján Helgi eru karatefólk ársins 2011

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aðalheiður Rósa og Kristján Helgi.
Aðalheiður Rósa og Kristján Helgi. Mynd/Karatesamband Íslands
Stjórn Karatesambands Íslands hefur útnefnt Aðalheiði Rósu Harðardóttur, Karatefélagi Akraness, sem Karatekonu ársins 2011 og Kristján Helga Carrasco, Karatedeild Víkings, sem Karatemann ársins 2011.

Aðalheiður Rósa er mjög öflug karatekona sem hefur verið í fremstu röð á norðurlöndum síðustu ár þrátt fyrir ungan aldur. Aðalheiður Rósa keppir í báðum keppnisgreinum karate, kata og kumite, en hefur þó sérhæft sig frekar í kata þar sem góður árangur hennar leynir sér ekki. 

Aðalheiður Rósa er Íslandsmeistari í kata auk þess sem hún er bikarmeistari síðasta árs.  Einnig hefur Aðalheiður Rósa staðið sig mjög vel á erlendum mótum og þá sérstaklega á norðurlöndum, sem dæmi um það fékk hún brons á síðasta Norðurlandameistaramóti. 

Kristján Helgi er öflugur karatemaður sem hefur verið í landsliði Íslands síðustu ár.  Hann keppir í báðum greinum karate, kata og kumite, og hefur náð góðum árangri í báðum þessum keppnisgreinum.  Hann er Íslandsmeistari í kumite, bikarmeistari síðasta árs ásamt því að hafa unnið til verðlauna á erlendum mótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×