Að trúa á evruna Eygló Harðardóttir skrifar 20. ágúst 2012 09:00 Trú stuðningsmanna aðildar að Evrópusambandinu á evruna er mikil. Ef marka má málflutning þeirra er upptaka evru eina leiðin til að takast á við efnahags- og peningamál landsins. Þetta ítrekaði Árni Páll Árnason, fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, nýlega á Rás 2. Því kæmi ekki til greina að fresta eða hætta við umsóknina, líkt og samstarfsmenn hans í Vinstri grænu hafa lagt til. Hinir trúuðu bæta svo við að enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi, annar en Samfylkingin, hafi trúverðuga stefnu varðandi losun gjaldeyrishaftanna eða stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Eina leiðin sé ESB og upptaka evru og þar boðar Samfylkingin hina einu sönnu trú. Þessu hafna ég. Upptaka erlendrar myntar, hvort sem hún heitir evra, norsk króna eða kanadískur dollari mun ekki leysa vandann. Upptaka þessara mynta mun ekki leiða til þess að viðkomandi ríki „gefi" Íslendingum rúmlega 1.000 milljarða í erlendum gjaldeyri til að borga út erlenda spákaupmenn, eða aðra þá sem vilja fara með fjármuni úr landi. Nei, upptaka erlendrar myntar verður aðeins gerð með því að skuldsetja íslenska Seðlabankann og íslenska ríkið enn frekar með beinni lántöku hjá erlendum seðlabönkum. Eða eins og Árni Páll orðaði það í grein í Fréttablaðinu „…að evrópski Seðlabankinn myndi veita fyrirgreiðslu til að unnt yrði að fjármagna útflæðið allt strax í upphafi eða á fárra ára tímabili, með endurgreiðslu yfir lengra tímabil". Leið Evrópusinna er enn á ný að steypa ríkinu í enn meiri skuldir. Allt frá tímum minnihlutastjórnarinnar hefur þingflokkur Framsóknarmanna lagt fram tillögur um hvernig megi losa gjaldeyrishöftin. Þær eru m.a. uppboðsmarkaður fyrir krónur, beinir samningar við erlenda eigendur krónueigna, afskriftir skulda og hvati til fjárfestinga og atvinnusköpunar. Jafnframt yrði sett þak á verðtrygginguna, m.a. til að verja íslensk heimili við afnám haftanna. Þá hafa komið fram hugmyndir um útgöngugjald eða skatt á útstreymi gjaldeyris fyrir þá sem vilja losa krónueignir sínar sem fyrst. Árni Páll hefur kallað eftir plani B til lausnar á efnahagsvandanum. Framsóknarmenn hafa ítrekað lagt fram tillögur sem ekki krefjast gríðarlegrar skuldsetningar við erlenda seðlabanka. Árni Páll hefur kosið að hlusta ekki. Kannski vegna þess að tillögur Framsóknarmanna leiða ekki sjálfkrafa til inngöngu í ESB og upptöku evru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Trú stuðningsmanna aðildar að Evrópusambandinu á evruna er mikil. Ef marka má málflutning þeirra er upptaka evru eina leiðin til að takast á við efnahags- og peningamál landsins. Þetta ítrekaði Árni Páll Árnason, fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, nýlega á Rás 2. Því kæmi ekki til greina að fresta eða hætta við umsóknina, líkt og samstarfsmenn hans í Vinstri grænu hafa lagt til. Hinir trúuðu bæta svo við að enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi, annar en Samfylkingin, hafi trúverðuga stefnu varðandi losun gjaldeyrishaftanna eða stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Eina leiðin sé ESB og upptaka evru og þar boðar Samfylkingin hina einu sönnu trú. Þessu hafna ég. Upptaka erlendrar myntar, hvort sem hún heitir evra, norsk króna eða kanadískur dollari mun ekki leysa vandann. Upptaka þessara mynta mun ekki leiða til þess að viðkomandi ríki „gefi" Íslendingum rúmlega 1.000 milljarða í erlendum gjaldeyri til að borga út erlenda spákaupmenn, eða aðra þá sem vilja fara með fjármuni úr landi. Nei, upptaka erlendrar myntar verður aðeins gerð með því að skuldsetja íslenska Seðlabankann og íslenska ríkið enn frekar með beinni lántöku hjá erlendum seðlabönkum. Eða eins og Árni Páll orðaði það í grein í Fréttablaðinu „…að evrópski Seðlabankinn myndi veita fyrirgreiðslu til að unnt yrði að fjármagna útflæðið allt strax í upphafi eða á fárra ára tímabili, með endurgreiðslu yfir lengra tímabil". Leið Evrópusinna er enn á ný að steypa ríkinu í enn meiri skuldir. Allt frá tímum minnihlutastjórnarinnar hefur þingflokkur Framsóknarmanna lagt fram tillögur um hvernig megi losa gjaldeyrishöftin. Þær eru m.a. uppboðsmarkaður fyrir krónur, beinir samningar við erlenda eigendur krónueigna, afskriftir skulda og hvati til fjárfestinga og atvinnusköpunar. Jafnframt yrði sett þak á verðtrygginguna, m.a. til að verja íslensk heimili við afnám haftanna. Þá hafa komið fram hugmyndir um útgöngugjald eða skatt á útstreymi gjaldeyris fyrir þá sem vilja losa krónueignir sínar sem fyrst. Árni Páll hefur kallað eftir plani B til lausnar á efnahagsvandanum. Framsóknarmenn hafa ítrekað lagt fram tillögur sem ekki krefjast gríðarlegrar skuldsetningar við erlenda seðlabanka. Árni Páll hefur kosið að hlusta ekki. Kannski vegna þess að tillögur Framsóknarmanna leiða ekki sjálfkrafa til inngöngu í ESB og upptöku evru?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun