Að stemma stigu við nauðgunum: Skref í rétta átt Sigríður J. Hjaltested skrifar 25. nóvember 2010 07:00 Í fyrri hluta umfjöllunar minnar um hvernig stemma megi stigu við nauðgunum, sem birtist hér í Fréttablaðinu í gær, var m.a. fjallað um forvarnir og gildi þeirra, nýtt samskiptamynstur fólks og tengsl þess við sönnunarstöðu í nauðgunarmálum og ungmenni í áhættuhópi. Hvað er þá til ráða? Ungmenni á Íslandi byrja snemma að stíga sín fyrstu skref í samskiptum við hitt kynið. Það þarf því að brýna fyrir þeim í hverju eðlileg samskipti séu fólgin með fræðslu sem þarf að vera viðvarandi. Á ég þá við fræðslu um dagleg samskipti kynjanna, gagnkvæma virðingu og kynferðisleg samskipti. Í því sambandi sé lögð megináhersla á gagnkvæman vilja og samþykki. Fróðlegt væri að gera skoðanakannanir á meðal ungmenna á því hvað þau telja vera „eðlilegt" í dag. Það segir sig nefnilega sjálft að hafi þau skakka mynd af því sem er eðlilegt nú er það líklegra en ekki til fylgja þeim út þeirra fullorðinsár. Skoða þarf hvort ekki sé tímabært að endurskoða samræmda skólanámskrá en bent hefur verið á að styrkja þurfi bæði kennara og foreldra til þess að geta rætt opinskátt við ungmenni um kynhegðun. Þá þarf að leggja áherslu á rétt viðbrögð ef nauðgun á sér stað en það er veigamikið atriði. Er þá bæði átt við að tryggja sönnunargögn og að vita hvert skuli leitað eftir hjálp. Til fróðleiks má taka saman nokkra punkta sem eru þörf áminning:•Berðu virðingu fyrir sjálfum þér og öðrum. Ekki samþykkja það sem þú vilt ekki gera og ekki þrýsta á einhvern annan til þess að gera eitthvað sem þú telur hann ekki vilja gera. Sértu í vafa, slepptu því. •Ekki tala í hálfkveðnum vísum er þú lætur vilja þinn í ljós - sendu skýr skilaboð ef þess er nokkur kostur. •Þú mátt segja „nei" jafnvel þótt þú sért með því að skipta um skoðun. •Ekki láta undan þrýstingi um að hitta einhvern eða fara með einhverjum sem þú þekkir ekki, farðu aldrei ein/einn. •Ekki taka þátt í neinu sem þú sérð að er rangt. Taktu afstöðu með þeim sem hallar á. •Mundu að fara vel með áfengi og verðir þú viðskila við vinahóp eftir að áfengis hefur verið neytt skaltu fá einhvern sem þú treystir, helst fjölskyldu, til þess að fylgja þér heim. •Ekki senda myndir af þér fáklæddri/-um eða sýna þig þannig í vefmyndavél. Þú veist aldrei hvert efnið getur farið að lokum eða í hvaða tilgangi það er notað. •Mundu að vista samskipti þín á netinu. •Ekki hika við að leita ráða og/eða hjálpar. Við getum öll verið sammála því að hlúa þurfi að og veita þolendum nauðgana nauðsynlega aðstoð. Á þetta við hvort sem þeir taka ákvörðun um að kæra verknaðinn eða ekki. Í þessu sambandi hvílir mikil ábyrgð á þeim sem fyrst fá upplýsingar eða grunar að nauðgun hafi átt sér stað. Áhrifaríkasta aðferðin að mínu mati við að stemma stigu við nauðgunum er forvarnir. Í því sambandi má nefna að þörf er á opinni og upplýstri umræðu þar sem fjallað er um nauðganir á málefnalegan hátt og frá ýmsum hliðum. Það er nefnilega staðreynd að fjaðrafok og rangtúlkanir eru aðeins til þess að draga kjarkinn úr fólki. Þeir aðilar sem koma að þessum málum þurfa að viðurkenna hlutverk hvors annars og treysta því að unnið sé af heilindum. Nauðsynlegt er að forvarnir nái til barna strax á grunnskólastigi þar sem það að stemma stigu við nauðgunum er gert að markmiði vinnunnar. Slíkt forvarnastarf þarf að vera öflugt og í takt við þá vinnu sem SAFT hratt af stað í tengslum við örugga netnotkun. Slíkt verkefni væri hverrar krónu virði. Þá þarf forvarnastarf einnig að ná til fullorðinna einstaklinga. Skyndikynni eru mjög algeng í dag og eiga sér því miður allt of oft stað þegar dómgreindin er skert, t.d. vegna neyslu áfengis. Einnig hefur „stefnumótamenning" rutt sér til rúms með tilkomu samskiptasíðna. Þar er boðið upp á nánast hvað sem er og gengið út frá því að fólk gangi með opnum huga til leiks. Efla þarf miðlæga deild lögreglunnar sem sinnir kynferðisbrotamálum. Eins og sakir standa og vegna sparnaðar í kerfinu er uppbygging deildarinnar í dag ekki eins og að var stefnt. Miklu af upplýsingum og þekkingu er fyrir að fara í deildinni sem nauðsynlegt er að greina og vinna úr. Að mínu mati væri kostur að sérstakur forvarnafulltrúi starfaði í deildinni eða í tengslum við deildina, sem sinnti þessum málum eingöngu. Að sjálfsögðu er lögreglan reiðubúin til þess að leggja sitt að mörkum til þess að stemma stigu við nauðgunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri hluta umfjöllunar minnar um hvernig stemma megi stigu við nauðgunum, sem birtist hér í Fréttablaðinu í gær, var m.a. fjallað um forvarnir og gildi þeirra, nýtt samskiptamynstur fólks og tengsl þess við sönnunarstöðu í nauðgunarmálum og ungmenni í áhættuhópi. Hvað er þá til ráða? Ungmenni á Íslandi byrja snemma að stíga sín fyrstu skref í samskiptum við hitt kynið. Það þarf því að brýna fyrir þeim í hverju eðlileg samskipti séu fólgin með fræðslu sem þarf að vera viðvarandi. Á ég þá við fræðslu um dagleg samskipti kynjanna, gagnkvæma virðingu og kynferðisleg samskipti. Í því sambandi sé lögð megináhersla á gagnkvæman vilja og samþykki. Fróðlegt væri að gera skoðanakannanir á meðal ungmenna á því hvað þau telja vera „eðlilegt" í dag. Það segir sig nefnilega sjálft að hafi þau skakka mynd af því sem er eðlilegt nú er það líklegra en ekki til fylgja þeim út þeirra fullorðinsár. Skoða þarf hvort ekki sé tímabært að endurskoða samræmda skólanámskrá en bent hefur verið á að styrkja þurfi bæði kennara og foreldra til þess að geta rætt opinskátt við ungmenni um kynhegðun. Þá þarf að leggja áherslu á rétt viðbrögð ef nauðgun á sér stað en það er veigamikið atriði. Er þá bæði átt við að tryggja sönnunargögn og að vita hvert skuli leitað eftir hjálp. Til fróðleiks má taka saman nokkra punkta sem eru þörf áminning:•Berðu virðingu fyrir sjálfum þér og öðrum. Ekki samþykkja það sem þú vilt ekki gera og ekki þrýsta á einhvern annan til þess að gera eitthvað sem þú telur hann ekki vilja gera. Sértu í vafa, slepptu því. •Ekki tala í hálfkveðnum vísum er þú lætur vilja þinn í ljós - sendu skýr skilaboð ef þess er nokkur kostur. •Þú mátt segja „nei" jafnvel þótt þú sért með því að skipta um skoðun. •Ekki láta undan þrýstingi um að hitta einhvern eða fara með einhverjum sem þú þekkir ekki, farðu aldrei ein/einn. •Ekki taka þátt í neinu sem þú sérð að er rangt. Taktu afstöðu með þeim sem hallar á. •Mundu að fara vel með áfengi og verðir þú viðskila við vinahóp eftir að áfengis hefur verið neytt skaltu fá einhvern sem þú treystir, helst fjölskyldu, til þess að fylgja þér heim. •Ekki senda myndir af þér fáklæddri/-um eða sýna þig þannig í vefmyndavél. Þú veist aldrei hvert efnið getur farið að lokum eða í hvaða tilgangi það er notað. •Mundu að vista samskipti þín á netinu. •Ekki hika við að leita ráða og/eða hjálpar. Við getum öll verið sammála því að hlúa þurfi að og veita þolendum nauðgana nauðsynlega aðstoð. Á þetta við hvort sem þeir taka ákvörðun um að kæra verknaðinn eða ekki. Í þessu sambandi hvílir mikil ábyrgð á þeim sem fyrst fá upplýsingar eða grunar að nauðgun hafi átt sér stað. Áhrifaríkasta aðferðin að mínu mati við að stemma stigu við nauðgunum er forvarnir. Í því sambandi má nefna að þörf er á opinni og upplýstri umræðu þar sem fjallað er um nauðganir á málefnalegan hátt og frá ýmsum hliðum. Það er nefnilega staðreynd að fjaðrafok og rangtúlkanir eru aðeins til þess að draga kjarkinn úr fólki. Þeir aðilar sem koma að þessum málum þurfa að viðurkenna hlutverk hvors annars og treysta því að unnið sé af heilindum. Nauðsynlegt er að forvarnir nái til barna strax á grunnskólastigi þar sem það að stemma stigu við nauðgunum er gert að markmiði vinnunnar. Slíkt forvarnastarf þarf að vera öflugt og í takt við þá vinnu sem SAFT hratt af stað í tengslum við örugga netnotkun. Slíkt verkefni væri hverrar krónu virði. Þá þarf forvarnastarf einnig að ná til fullorðinna einstaklinga. Skyndikynni eru mjög algeng í dag og eiga sér því miður allt of oft stað þegar dómgreindin er skert, t.d. vegna neyslu áfengis. Einnig hefur „stefnumótamenning" rutt sér til rúms með tilkomu samskiptasíðna. Þar er boðið upp á nánast hvað sem er og gengið út frá því að fólk gangi með opnum huga til leiks. Efla þarf miðlæga deild lögreglunnar sem sinnir kynferðisbrotamálum. Eins og sakir standa og vegna sparnaðar í kerfinu er uppbygging deildarinnar í dag ekki eins og að var stefnt. Miklu af upplýsingum og þekkingu er fyrir að fara í deildinni sem nauðsynlegt er að greina og vinna úr. Að mínu mati væri kostur að sérstakur forvarnafulltrúi starfaði í deildinni eða í tengslum við deildina, sem sinnti þessum málum eingöngu. Að sjálfsögðu er lögreglan reiðubúin til þess að leggja sitt að mörkum til þess að stemma stigu við nauðgunum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun