Að stemma stigu við nauðgunum: Skref í rétta átt Sigríður J. Hjaltested skrifar 25. nóvember 2010 07:00 Í fyrri hluta umfjöllunar minnar um hvernig stemma megi stigu við nauðgunum, sem birtist hér í Fréttablaðinu í gær, var m.a. fjallað um forvarnir og gildi þeirra, nýtt samskiptamynstur fólks og tengsl þess við sönnunarstöðu í nauðgunarmálum og ungmenni í áhættuhópi. Hvað er þá til ráða? Ungmenni á Íslandi byrja snemma að stíga sín fyrstu skref í samskiptum við hitt kynið. Það þarf því að brýna fyrir þeim í hverju eðlileg samskipti séu fólgin með fræðslu sem þarf að vera viðvarandi. Á ég þá við fræðslu um dagleg samskipti kynjanna, gagnkvæma virðingu og kynferðisleg samskipti. Í því sambandi sé lögð megináhersla á gagnkvæman vilja og samþykki. Fróðlegt væri að gera skoðanakannanir á meðal ungmenna á því hvað þau telja vera „eðlilegt" í dag. Það segir sig nefnilega sjálft að hafi þau skakka mynd af því sem er eðlilegt nú er það líklegra en ekki til fylgja þeim út þeirra fullorðinsár. Skoða þarf hvort ekki sé tímabært að endurskoða samræmda skólanámskrá en bent hefur verið á að styrkja þurfi bæði kennara og foreldra til þess að geta rætt opinskátt við ungmenni um kynhegðun. Þá þarf að leggja áherslu á rétt viðbrögð ef nauðgun á sér stað en það er veigamikið atriði. Er þá bæði átt við að tryggja sönnunargögn og að vita hvert skuli leitað eftir hjálp. Til fróðleiks má taka saman nokkra punkta sem eru þörf áminning:•Berðu virðingu fyrir sjálfum þér og öðrum. Ekki samþykkja það sem þú vilt ekki gera og ekki þrýsta á einhvern annan til þess að gera eitthvað sem þú telur hann ekki vilja gera. Sértu í vafa, slepptu því. •Ekki tala í hálfkveðnum vísum er þú lætur vilja þinn í ljós - sendu skýr skilaboð ef þess er nokkur kostur. •Þú mátt segja „nei" jafnvel þótt þú sért með því að skipta um skoðun. •Ekki láta undan þrýstingi um að hitta einhvern eða fara með einhverjum sem þú þekkir ekki, farðu aldrei ein/einn. •Ekki taka þátt í neinu sem þú sérð að er rangt. Taktu afstöðu með þeim sem hallar á. •Mundu að fara vel með áfengi og verðir þú viðskila við vinahóp eftir að áfengis hefur verið neytt skaltu fá einhvern sem þú treystir, helst fjölskyldu, til þess að fylgja þér heim. •Ekki senda myndir af þér fáklæddri/-um eða sýna þig þannig í vefmyndavél. Þú veist aldrei hvert efnið getur farið að lokum eða í hvaða tilgangi það er notað. •Mundu að vista samskipti þín á netinu. •Ekki hika við að leita ráða og/eða hjálpar. Við getum öll verið sammála því að hlúa þurfi að og veita þolendum nauðgana nauðsynlega aðstoð. Á þetta við hvort sem þeir taka ákvörðun um að kæra verknaðinn eða ekki. Í þessu sambandi hvílir mikil ábyrgð á þeim sem fyrst fá upplýsingar eða grunar að nauðgun hafi átt sér stað. Áhrifaríkasta aðferðin að mínu mati við að stemma stigu við nauðgunum er forvarnir. Í því sambandi má nefna að þörf er á opinni og upplýstri umræðu þar sem fjallað er um nauðganir á málefnalegan hátt og frá ýmsum hliðum. Það er nefnilega staðreynd að fjaðrafok og rangtúlkanir eru aðeins til þess að draga kjarkinn úr fólki. Þeir aðilar sem koma að þessum málum þurfa að viðurkenna hlutverk hvors annars og treysta því að unnið sé af heilindum. Nauðsynlegt er að forvarnir nái til barna strax á grunnskólastigi þar sem það að stemma stigu við nauðgunum er gert að markmiði vinnunnar. Slíkt forvarnastarf þarf að vera öflugt og í takt við þá vinnu sem SAFT hratt af stað í tengslum við örugga netnotkun. Slíkt verkefni væri hverrar krónu virði. Þá þarf forvarnastarf einnig að ná til fullorðinna einstaklinga. Skyndikynni eru mjög algeng í dag og eiga sér því miður allt of oft stað þegar dómgreindin er skert, t.d. vegna neyslu áfengis. Einnig hefur „stefnumótamenning" rutt sér til rúms með tilkomu samskiptasíðna. Þar er boðið upp á nánast hvað sem er og gengið út frá því að fólk gangi með opnum huga til leiks. Efla þarf miðlæga deild lögreglunnar sem sinnir kynferðisbrotamálum. Eins og sakir standa og vegna sparnaðar í kerfinu er uppbygging deildarinnar í dag ekki eins og að var stefnt. Miklu af upplýsingum og þekkingu er fyrir að fara í deildinni sem nauðsynlegt er að greina og vinna úr. Að mínu mati væri kostur að sérstakur forvarnafulltrúi starfaði í deildinni eða í tengslum við deildina, sem sinnti þessum málum eingöngu. Að sjálfsögðu er lögreglan reiðubúin til þess að leggja sitt að mörkum til þess að stemma stigu við nauðgunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í fyrri hluta umfjöllunar minnar um hvernig stemma megi stigu við nauðgunum, sem birtist hér í Fréttablaðinu í gær, var m.a. fjallað um forvarnir og gildi þeirra, nýtt samskiptamynstur fólks og tengsl þess við sönnunarstöðu í nauðgunarmálum og ungmenni í áhættuhópi. Hvað er þá til ráða? Ungmenni á Íslandi byrja snemma að stíga sín fyrstu skref í samskiptum við hitt kynið. Það þarf því að brýna fyrir þeim í hverju eðlileg samskipti séu fólgin með fræðslu sem þarf að vera viðvarandi. Á ég þá við fræðslu um dagleg samskipti kynjanna, gagnkvæma virðingu og kynferðisleg samskipti. Í því sambandi sé lögð megináhersla á gagnkvæman vilja og samþykki. Fróðlegt væri að gera skoðanakannanir á meðal ungmenna á því hvað þau telja vera „eðlilegt" í dag. Það segir sig nefnilega sjálft að hafi þau skakka mynd af því sem er eðlilegt nú er það líklegra en ekki til fylgja þeim út þeirra fullorðinsár. Skoða þarf hvort ekki sé tímabært að endurskoða samræmda skólanámskrá en bent hefur verið á að styrkja þurfi bæði kennara og foreldra til þess að geta rætt opinskátt við ungmenni um kynhegðun. Þá þarf að leggja áherslu á rétt viðbrögð ef nauðgun á sér stað en það er veigamikið atriði. Er þá bæði átt við að tryggja sönnunargögn og að vita hvert skuli leitað eftir hjálp. Til fróðleiks má taka saman nokkra punkta sem eru þörf áminning:•Berðu virðingu fyrir sjálfum þér og öðrum. Ekki samþykkja það sem þú vilt ekki gera og ekki þrýsta á einhvern annan til þess að gera eitthvað sem þú telur hann ekki vilja gera. Sértu í vafa, slepptu því. •Ekki tala í hálfkveðnum vísum er þú lætur vilja þinn í ljós - sendu skýr skilaboð ef þess er nokkur kostur. •Þú mátt segja „nei" jafnvel þótt þú sért með því að skipta um skoðun. •Ekki láta undan þrýstingi um að hitta einhvern eða fara með einhverjum sem þú þekkir ekki, farðu aldrei ein/einn. •Ekki taka þátt í neinu sem þú sérð að er rangt. Taktu afstöðu með þeim sem hallar á. •Mundu að fara vel með áfengi og verðir þú viðskila við vinahóp eftir að áfengis hefur verið neytt skaltu fá einhvern sem þú treystir, helst fjölskyldu, til þess að fylgja þér heim. •Ekki senda myndir af þér fáklæddri/-um eða sýna þig þannig í vefmyndavél. Þú veist aldrei hvert efnið getur farið að lokum eða í hvaða tilgangi það er notað. •Mundu að vista samskipti þín á netinu. •Ekki hika við að leita ráða og/eða hjálpar. Við getum öll verið sammála því að hlúa þurfi að og veita þolendum nauðgana nauðsynlega aðstoð. Á þetta við hvort sem þeir taka ákvörðun um að kæra verknaðinn eða ekki. Í þessu sambandi hvílir mikil ábyrgð á þeim sem fyrst fá upplýsingar eða grunar að nauðgun hafi átt sér stað. Áhrifaríkasta aðferðin að mínu mati við að stemma stigu við nauðgunum er forvarnir. Í því sambandi má nefna að þörf er á opinni og upplýstri umræðu þar sem fjallað er um nauðganir á málefnalegan hátt og frá ýmsum hliðum. Það er nefnilega staðreynd að fjaðrafok og rangtúlkanir eru aðeins til þess að draga kjarkinn úr fólki. Þeir aðilar sem koma að þessum málum þurfa að viðurkenna hlutverk hvors annars og treysta því að unnið sé af heilindum. Nauðsynlegt er að forvarnir nái til barna strax á grunnskólastigi þar sem það að stemma stigu við nauðgunum er gert að markmiði vinnunnar. Slíkt forvarnastarf þarf að vera öflugt og í takt við þá vinnu sem SAFT hratt af stað í tengslum við örugga netnotkun. Slíkt verkefni væri hverrar krónu virði. Þá þarf forvarnastarf einnig að ná til fullorðinna einstaklinga. Skyndikynni eru mjög algeng í dag og eiga sér því miður allt of oft stað þegar dómgreindin er skert, t.d. vegna neyslu áfengis. Einnig hefur „stefnumótamenning" rutt sér til rúms með tilkomu samskiptasíðna. Þar er boðið upp á nánast hvað sem er og gengið út frá því að fólk gangi með opnum huga til leiks. Efla þarf miðlæga deild lögreglunnar sem sinnir kynferðisbrotamálum. Eins og sakir standa og vegna sparnaðar í kerfinu er uppbygging deildarinnar í dag ekki eins og að var stefnt. Miklu af upplýsingum og þekkingu er fyrir að fara í deildinni sem nauðsynlegt er að greina og vinna úr. Að mínu mati væri kostur að sérstakur forvarnafulltrúi starfaði í deildinni eða í tengslum við deildina, sem sinnti þessum málum eingöngu. Að sjálfsögðu er lögreglan reiðubúin til þess að leggja sitt að mörkum til þess að stemma stigu við nauðgunum.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun