Að sitja við sama borð Ólafur Teitur Guðnason skrifar 2. febrúar 2016 00:00 Á þrettándanum afþökkuðu viðsemjendur ISAL tilboð fyrirtækisins um 24% launahækkun út árið 2019, viðbótarhækkanir í samræmi við SALEK-endurskoðunina, nýja bónusa sem gátu gefið allt að 8% launahækkun til viðbótar, og eingreiðslu vegna ársins 2015. Þegar viðræðurnar hófust voru dagvinnulaun verkamanna hjá ISAL 25% yfir landsmeðaltali. Skyldi því engan undra að við samningaborðið var fullkomin sátt um launin. Verkalýðsfélögin gátu hins vegar ekki samþykkt að slakað yrði á hömlum varðandi útvistun og verktöku, sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi með kjarasamning sem kveður á um að allir sem stíga fæti inn á svæðið skuli fá sömu laun og starfsmenn fyrirtækisins. Þú last rétt: Kjarasamningur ISAL gildir ekki bara um starfsmenn fyrirtækisins heldur líka um starfsmenn annarra fyrirtækja. Þessu til viðbótar er ISAL eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki bjóða út rekstur mötuneytis. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki bjóða út hliðvörslu og öryggisgæslu. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem þarf sérstakt leyfi aðaltrúnaðarmanns fyrir nánast hverju einasta viðviki sem iðnaðarmenn á vegum annarra fyrirtækja sinna á svæðinu, hversu lítilfjörlegt sem það er. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur enginn fjölmiðill beðið verkalýðsfélögin um að nefna hvaða önnur fyrirtæki búa við slík skilyrði. Látið hefur verið í veðri vaka að kjaraviðræðurnar hjá ISAL einkennist af því, að fyrirtækið vilji ekki lúta lögmálum íslensks vinnumarkaðar. Þetta eru eins mikil öfugmæli og hugsast getur, því viðræðurnar strönduðu einmitt á því, að ISAL vill fá að starfa eftir almennum leikreglum á Íslandi. Það vildu verkalýðsfélögin ekki samþykkja. Og fyrir þann sérstaka málstað fórnuðu þau meira en fjórðungshækkun ofan á laun sem þegar voru fjórðungi yfir markaðslaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Á þrettándanum afþökkuðu viðsemjendur ISAL tilboð fyrirtækisins um 24% launahækkun út árið 2019, viðbótarhækkanir í samræmi við SALEK-endurskoðunina, nýja bónusa sem gátu gefið allt að 8% launahækkun til viðbótar, og eingreiðslu vegna ársins 2015. Þegar viðræðurnar hófust voru dagvinnulaun verkamanna hjá ISAL 25% yfir landsmeðaltali. Skyldi því engan undra að við samningaborðið var fullkomin sátt um launin. Verkalýðsfélögin gátu hins vegar ekki samþykkt að slakað yrði á hömlum varðandi útvistun og verktöku, sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi með kjarasamning sem kveður á um að allir sem stíga fæti inn á svæðið skuli fá sömu laun og starfsmenn fyrirtækisins. Þú last rétt: Kjarasamningur ISAL gildir ekki bara um starfsmenn fyrirtækisins heldur líka um starfsmenn annarra fyrirtækja. Þessu til viðbótar er ISAL eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki bjóða út rekstur mötuneytis. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki bjóða út hliðvörslu og öryggisgæslu. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem þarf sérstakt leyfi aðaltrúnaðarmanns fyrir nánast hverju einasta viðviki sem iðnaðarmenn á vegum annarra fyrirtækja sinna á svæðinu, hversu lítilfjörlegt sem það er. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur enginn fjölmiðill beðið verkalýðsfélögin um að nefna hvaða önnur fyrirtæki búa við slík skilyrði. Látið hefur verið í veðri vaka að kjaraviðræðurnar hjá ISAL einkennist af því, að fyrirtækið vilji ekki lúta lögmálum íslensks vinnumarkaðar. Þetta eru eins mikil öfugmæli og hugsast getur, því viðræðurnar strönduðu einmitt á því, að ISAL vill fá að starfa eftir almennum leikreglum á Íslandi. Það vildu verkalýðsfélögin ekki samþykkja. Og fyrir þann sérstaka málstað fórnuðu þau meira en fjórðungshækkun ofan á laun sem þegar voru fjórðungi yfir markaðslaunum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun