Erlent

Að minnsta kosti 36 látnir eftir lestarslys á Indlandi

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint, hún er tekin af vettvangi mannskæðs slyss sem varð í mars 2015.
Myndin tengist fréttinni ekki beint, hún er tekin af vettvangi mannskæðs slyss sem varð í mars 2015. vísir/epa
Að minnsta kosti 36 eru látnir og fjölmargir særðir eftir að lest fór af sporinu í indverska héraðinu Andhra Pradesh. Slysið varð í gærkvöldi en lestin var á leið frá borginni Jagdalpur til borgarinnar Bhubaneswar. BBC greinir frá.

Að sögn fjölmiðla er fjöldi fólks enn fastur í lestinni og líkur á að tala hinna látnu muni hækka. Alls lentu átta vagnar lestarinnar utan spors.

Lestarslys eru ekki fátíð á Indandi enda er lestarkerfinu þar í landi illa haldið við. Í mars 2015 varð afar mannskætt slys í borginni Uttar Pradesh en 120 manns létust í slysinu. 

Í samtali við breska fjölmiðla fullyrti lögreglustjóri sem starfar á svæðinu að orsök slyssins væri tæknileg vandamál.

Rauði punkturinn á kortinu sýnir slysstaðinn.vísir/google maps



Fleiri fréttir

Sjá meira


×