Erlent

Að minnsta kosti 28 myrtir í árás á farþegarútu

Bjarki Ármannsson skrifar
Ættingjar farþega rútunnar bíða fregna.
Ættingjar farþega rútunnar bíða fregna. Vísir/AP
Að minnsta kosti tuttugu og átta létu lífið þegar liðsmenn Al-Shabaab hryðjuverkasamtakanna réðust á rútu í norðurhluta Keníu í morgun. Sextíu manns voru um borð í rútunni þegar vígamennirnir létu til skara skríða. Talið er að hinum farþegunum hafi verið rænt.

Fréttastofa BBC hefur eftir yfirvöldum í Keníu og sjónarvottum að liðsmenn Al-Shababb hafi neytt farþegana til að lesa úr Kóraninum, helgiriti múslíma. Þeir sem ekki gátu það voru skotnir í höfuðið fyrir að vera ekki múslímar.

Al-Shababb hryðjuverkasamtökin hafa staðið á bakvið margar árásir í landinu á undanförnum árum en þar á meðal létust 67 þegar liðsmenn samtakanna gerðu árás á verslunarmiðstöð í Nairobi, höfuðborg landsins, á síðasta ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×