Viðskipti innlent

Actavis kaupir Allergan á 10 þúsund milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Höfuðstöðvar Actavis á Íslandi.
Höfuðstöðvar Actavis á Íslandi. vísir
Lyfjafyrirtækið Actavis hefur keypt bandarísk lyfjafyrirtækið Allergan á 70,5 milljarða dollara, tæplega 10 þúsund milljarða íslenskra króna. Tilkynnt var um kaupin í nóvember en þau gengu formlega í gegn í dag.

Actavis hyggst í kjölfarið taka upp nafnið Allergan fáist fyrir því samþykki hluthafa. Sameinað fyrirtæki verður eitt af 10 stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi, bæði á sviði frumlyfja og samheitalyfja, með 23 milljarða dala áætlaðar tekjur fyrir árið 2015 og starfsemi í yfir 100 löndum segir í tilkynningu.

Í kjölfar sameiningarinnar er gert ráð fyrir að töluverð hagræðing verði í rekstri fyrirtækjanna sem nema muni um 1,8 milljarða á næstu 12 mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×