SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:16

Ruddist inn í íbúđ sem hann taldi sig búa í

FRÉTTIR

AC Milan kćrir leikmann fyrir ađ ljúga til um aldur

 
Fótbolti
20:00 18. JANÚAR 2016
Hversu gamall er Yusupha Yaffa?
Hversu gamall er Yusupha Yaffa? VÍSIR/GETTY

Ítalska fótboltafélagið AC Milan ætlar að kæra fyrrverandi leikmann sinn fyrir að ljúga til um aldur. Hann sagðist vera níu árum yngri en hann er í raun og veru. The Telegraph greinir frá.

Yusupha Yaffa, sem spilar fyrir MSC Duisburg í Þýskalandi í dag, kom til Ítalíu árið 2009 sem flóttamaður frá Gambíu.

Ef AC Milan hefur rétt fyrir sér var Yaffa 22 ára þegar hann kom til Ítalíu en komst upp með að segja yfirvöldum þar í landi að hann væri í raun og veru þrettán ára.

Yaffa sagði nokkrum sinnum á meðan dvöl hans hjá AC Milan stóð að hann glataði skilríkjum sínum þegar hann fluttist frá Gambíu.

Það komst upp um drenginn þegar hann tjáði sig um menntun sína, en hún stemmdi ekki við aldurinn. Þá hafa nokkrir fyrrverandi skólafélagar hans sagt hann vera að ljúga til um aldur á Facebook.

Lögfræðingur Yaffa er að reyna að fá málið fært niður í unglingadómstól þar sem Yaffa heldur því fram að hann hafi komið sem táningur til Ítalíu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / AC Milan kćrir leikmann fyrir ađ ljúga til um aldur
Fara efst