Erlent

Abbas endurkjörinn leiðtogi Fatah hreyfingarinnar

Anton Egilsson skrifar
Mahmoud Abbas er forseti Palestínu.
Mahmoud Abbas er forseti Palestínu. Vísir/Getty
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu hefur verið endurkjörinn formaður Fatah hreyfingarinnar. Hann mun gegna embættinu næstu fimm árin. Pulse greinir frá.

Var Abbas endurkjörinn á flokksþingi hreyfingarinnar og hlaut hann einróma kosningu. Er þetta í fyrsta sinn í sjö ár sem flokksþing Fatah kemur saman en hreyfingin er upprunalega stofnuð af Yasser Arafat, fyrrum forseta Palestínu.

Abbas sem er 81 árs hefur verið forseti Palestínu frá árinu 2005.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×