Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið nadine guðrún yaghi skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beytti skyndihjálp á vin sinn í porti við spilastofuna Fredda í miðbænum. Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í porti við spilastofuna Fredda í Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Töluvert hefur verið fjallað um mál tveggja manna en annar missti meðvitund aðfaranótt sunnudags og hinn lét lífið á heimili sínu nokkru síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar bæði málin en grunur leikur á að lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsóknin langt á veg komin. Beðið er eftir niðurstöðum úr eiturefnarannsókn. Þá á eftir að yfirheyra nokkur vitni. Mennirnir, sem fæddir eru árið 1990 og árið 1992, þekktust og höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum um kvöldið. Að sögn heimildarmanna Fréttablaðsins þekkti Gísli Pálmi báða mennina en hann var með tónleika umrætt kvöld. Sá sem missti meðvitund var á sviði með Gísla Pálma á tónleikunum en hann hefur lengi verið partur af teyminu hans. Að sögn sjónarvotta sem Fréttablaðið ræddi við beitti Gísli Pálmi skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund. Sjúkraliðar komu á staðinn stuttu síðar og var maðurinn fluttur á slysadeild. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki um síðustu helgi. Fentanýl er rótsterkt lyfseðilsskylt verkjalyf sem selt er í plástraformi. Það er skylt morfíni en er hundrað sinnum sterkara og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Lyfið hefur slævandi áhrif og er ávanabindandi. Þeir sem misnota lyfið bræða plástrana og reykja þá eða sprauta efnunum í sig. Lyfið er ætlað fólki sem glímir við langvinna verki og er til að mynda notað af krabbameinssjúklingum við verkjum, sem og við líknandi meðferð. Misnotkun fentanýls hefur færst í aukana undanfarið og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem rekja má tugi dauðsfalla til notkunar lyfsins síðustu mánuði. Umræðan komst í hámæli þegar greint var frá því að poppstjarnan Prince hefði látist af ofneyslu fentanýls í maí síðastliðnum. Ekki náðist í Gísla Pálma við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í porti við spilastofuna Fredda í Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Töluvert hefur verið fjallað um mál tveggja manna en annar missti meðvitund aðfaranótt sunnudags og hinn lét lífið á heimili sínu nokkru síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar bæði málin en grunur leikur á að lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsóknin langt á veg komin. Beðið er eftir niðurstöðum úr eiturefnarannsókn. Þá á eftir að yfirheyra nokkur vitni. Mennirnir, sem fæddir eru árið 1990 og árið 1992, þekktust og höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum um kvöldið. Að sögn heimildarmanna Fréttablaðsins þekkti Gísli Pálmi báða mennina en hann var með tónleika umrætt kvöld. Sá sem missti meðvitund var á sviði með Gísla Pálma á tónleikunum en hann hefur lengi verið partur af teyminu hans. Að sögn sjónarvotta sem Fréttablaðið ræddi við beitti Gísli Pálmi skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund. Sjúkraliðar komu á staðinn stuttu síðar og var maðurinn fluttur á slysadeild. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki um síðustu helgi. Fentanýl er rótsterkt lyfseðilsskylt verkjalyf sem selt er í plástraformi. Það er skylt morfíni en er hundrað sinnum sterkara og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Lyfið hefur slævandi áhrif og er ávanabindandi. Þeir sem misnota lyfið bræða plástrana og reykja þá eða sprauta efnunum í sig. Lyfið er ætlað fólki sem glímir við langvinna verki og er til að mynda notað af krabbameinssjúklingum við verkjum, sem og við líknandi meðferð. Misnotkun fentanýls hefur færst í aukana undanfarið og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem rekja má tugi dauðsfalla til notkunar lyfsins síðustu mánuði. Umræðan komst í hámæli þegar greint var frá því að poppstjarnan Prince hefði látist af ofneyslu fentanýls í maí síðastliðnum. Ekki náðist í Gísla Pálma við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15
Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53