Enski boltinn

Á góðum batavegi eftir höfuðkúpubrot

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samstuðið harkalega.
Samstuðið harkalega. vísir/getty
Miðjumaðurinn Ryan Mason, leikmaður Hull, er á góðum batavegi eftir að hann höfuðkúpubrotnaði í leik gegn Chelsea um helgina.

Mason slasaðist alvarlega eftir slæmt samstuð við Gary Cahlill, varnarmann Chelsea, snemma í leik liðanna. Hann var fluttur á sjúkrahús í Lundúnum þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Í dag tilkynnti félagið að Mason væri á góðum batavegi eftir aðgerðina og hvatti það stuðningsmenn til að styðja Mason með því að klappa á 25. mínútu leiks liðsins gegn Manchester United á fimmtudag.

Sjá einnig: Leikmaður Hull höfuðkúpubrotnaði og fór í aðgerð

Liðin mætast þá í undanúrslitum enska deilædabikarsins en Mason klæðist treyju númer 25 hjá Hull. Leikmenn munu klæðast sérstökum treyjum í upphitun fyrir leikinn, til stuðnings við liðsfélaga sinn.

Sjá einnig: Mason vaknaður og farinn að tjá sig | Cahill og Terry heimsóttu hann í gærkvöldi

Félagið tilkynnti í gær að Mason væri með meðvitund og byrjaður að tala. Fyrst um sinn greindu fjölmiðlar frá því í Bretlandi að Mason væri í lífshættu, en líðan hans var síðar sögð stöðug.

Mason kom til Hull frá Tottenham fyrir metfé í haust og hefur síðan þá skorað eitt mark í sextán leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×