Á einhver úlpu fyrir Kanann hjá Grindavík?

 
Körfubolti
10:30 12. JANÚAR 2016
Chuck García í leik međ Seattle-háskólanum.
Chuck García í leik međ Seattle-háskólanum. VÍSIR/GETTY

Charles „Chuck“ García, nýi Bandaríkjamaðurinn í liði Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, vanmat aðeins íslenska veturinn.

Hann kom klæddur aðeins þunnum leðurjakka til landsins og auglýsa Grindvíkingar nú eftir úlpu handa honum.

„Lumar einhver á kuldaúlpu í XXL inn í skáp sem er ekki í notkun,“ spyr Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, stjórnarmaður hjá Grindavík, á Facebook-síðu sinni.

García er mun vanari góðu veðri enda fæddur og uppalinn í Los Angeles og þá spilaði hann síðast í eyðimerkurhitanum í Barein.

Þrátt fyrir að vera kalt stóð García sig mjög vel í fyrsta leiknum með Grindavík í gær þegar liðið lagði 1. deildar lið Skallagríms á útivelli í bikarnum, 105-96.

García var stigahæstur Grindvíkinga með 27 stig, auk þess sem hann tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Þessi 208 cm hái miðherji á að rífa Grindavík upp úr lægðinni í Dominos-deildinni, en liðið er þar í níunda sæti með aðeins átta stig eftir tólf umferðir.


Lumar einhver á kuldaúlpu í XXL inn í skáp sem ekki er í notkun??Chuck-arinn frá LA mætti í þunnum leddara

Posted by Sigurbjörn Dađi Dagbjartsson on Monday, January 11, 2016
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Á einhver úlpu fyrir Kanann hjá Grindavík?
Fara efst