SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 23:36

Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp

FRÉTTIR

Á einhver úlpu fyrir Kanann hjá Grindavík?

 
Körfubolti
10:30 12. JANÚAR 2016
Chuck García í leik međ Seattle-háskólanum.
Chuck García í leik međ Seattle-háskólanum. VÍSIR/GETTY

Charles „Chuck“ García, nýi Bandaríkjamaðurinn í liði Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, vanmat aðeins íslenska veturinn.

Hann kom klæddur aðeins þunnum leðurjakka til landsins og auglýsa Grindvíkingar nú eftir úlpu handa honum.

„Lumar einhver á kuldaúlpu í XXL inn í skáp sem er ekki í notkun,“ spyr Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, stjórnarmaður hjá Grindavík, á Facebook-síðu sinni.

García er mun vanari góðu veðri enda fæddur og uppalinn í Los Angeles og þá spilaði hann síðast í eyðimerkurhitanum í Barein.

Þrátt fyrir að vera kalt stóð García sig mjög vel í fyrsta leiknum með Grindavík í gær þegar liðið lagði 1. deildar lið Skallagríms á útivelli í bikarnum, 105-96.

García var stigahæstur Grindvíkinga með 27 stig, auk þess sem hann tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Þessi 208 cm hái miðherji á að rífa Grindavík upp úr lægðinni í Dominos-deildinni, en liðið er þar í níunda sæti með aðeins átta stig eftir tólf umferðir.


Lumar einhver á kuldaúlpu í XXL inn í skáp sem ekki er í notkun??Chuck-arinn frá LA mætti í þunnum leddara

Posted by Sigurbjörn Dađi Dagbjartsson on Monday, January 11, 2016
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Á einhver úlpu fyrir Kanann hjá Grindavík?
Fara efst