Á annað hundrað milljóna í byggðaaðgerðir á NV-landi Sveinn Arnarsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Stefán Vagn Stefánsson Ríflega eitt hundrað milljónum verður varið til eflingar atvinnu á Norðurlandi vestra. Farið verður af stað í nokkur verkefni sem svokölluð Norðvesturnefnd lagði til í skýrslu til forsætisráðherra sem lið í að efla byggð og atvinnutækifæri í landshlutanum. Þetta kemur fram í breytingartillögum ráðuneytanna við fjárlagagerðina sem nú er í vinnslu á Alþingi. Engar tillögur nefndarinnar voru inni í fyrstu gerð fjárlaga. Formaður byggðaráðs Skagafjarðar, Stefán Vagn Stefánsson, var formaður Norðvesturnefndarinnar. Auk Stefáns Vagns sátu í nefndinni Héðinn Unnsteinsson frá forsætisráðuneytinu, Sigríður Svavarsdóttir frá sveitarfélaginu Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, og Valgerður Hilmarsdóttir, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, starfaði einnig með nefndinni. Stefán Vagn segist vera nokkuð ánægður með það sem hann sjái í kortunum. „Svo virðist sem nokkur verkefni séu að verða að veruleika sem er ánægjuefni fyrir landshlutann,“ segir Stefán Vagn. Setja á tíu milljónir króna í bíódísilframleiðslu á Blönduósi, þrjátíu til viðbótar í frumkvöðlasetur í tengslum við Piopol ehf., 45 milljónir fara í eflingu selarannsókna í landshlutanum auk þess sem nýsköp unar- og frumkvöðlasetur á Sauðárkróki fær 14 milljónir. Annar sjóður, atvinnu- og nýsköpunarsjóður á Norðurlandi vestra, fær 10 milljónir. Að endingu mun svo Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga fá 35 milljóna króna framlag til að ráða starfsfólk svo hægt sé að fullnýta húsnæði stofnunarinnar. Aldraðir og veikir einstaklingar í nágrenni við Hvammstanga hafa upp á síðkastið þurft að leggjast inn í hvíld í Stykkishólmi, á Akranesi eða í Reykjavík, fjarri heimahögum og fjölskyldum. Átta tillögur nefndarinnar fjölluðu um flutning opinberra starfa. Þar var um að ræða tæplega 90 stöðugildi. Svo virðist sem þær tillögur hafi ekki náð fram að ganga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að um 6,7 milljarða útgjaldaauki fælist í breytingartillögum ráðuneytanna. Að mati formanns fjárlaganefndar eru tillögurnar allar í þá átt að styrkja grunnstoðir samfélagsins. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Ríflega eitt hundrað milljónum verður varið til eflingar atvinnu á Norðurlandi vestra. Farið verður af stað í nokkur verkefni sem svokölluð Norðvesturnefnd lagði til í skýrslu til forsætisráðherra sem lið í að efla byggð og atvinnutækifæri í landshlutanum. Þetta kemur fram í breytingartillögum ráðuneytanna við fjárlagagerðina sem nú er í vinnslu á Alþingi. Engar tillögur nefndarinnar voru inni í fyrstu gerð fjárlaga. Formaður byggðaráðs Skagafjarðar, Stefán Vagn Stefánsson, var formaður Norðvesturnefndarinnar. Auk Stefáns Vagns sátu í nefndinni Héðinn Unnsteinsson frá forsætisráðuneytinu, Sigríður Svavarsdóttir frá sveitarfélaginu Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, og Valgerður Hilmarsdóttir, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, starfaði einnig með nefndinni. Stefán Vagn segist vera nokkuð ánægður með það sem hann sjái í kortunum. „Svo virðist sem nokkur verkefni séu að verða að veruleika sem er ánægjuefni fyrir landshlutann,“ segir Stefán Vagn. Setja á tíu milljónir króna í bíódísilframleiðslu á Blönduósi, þrjátíu til viðbótar í frumkvöðlasetur í tengslum við Piopol ehf., 45 milljónir fara í eflingu selarannsókna í landshlutanum auk þess sem nýsköp unar- og frumkvöðlasetur á Sauðárkróki fær 14 milljónir. Annar sjóður, atvinnu- og nýsköpunarsjóður á Norðurlandi vestra, fær 10 milljónir. Að endingu mun svo Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga fá 35 milljóna króna framlag til að ráða starfsfólk svo hægt sé að fullnýta húsnæði stofnunarinnar. Aldraðir og veikir einstaklingar í nágrenni við Hvammstanga hafa upp á síðkastið þurft að leggjast inn í hvíld í Stykkishólmi, á Akranesi eða í Reykjavík, fjarri heimahögum og fjölskyldum. Átta tillögur nefndarinnar fjölluðu um flutning opinberra starfa. Þar var um að ræða tæplega 90 stöðugildi. Svo virðist sem þær tillögur hafi ekki náð fram að ganga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að um 6,7 milljarða útgjaldaauki fælist í breytingartillögum ráðuneytanna. Að mati formanns fjárlaganefndar eru tillögurnar allar í þá átt að styrkja grunnstoðir samfélagsins.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira