Enski boltinn

92-árgangurinn fjölmennur á æfingum United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scholes, Butt, Giggs og Phil Neville voru allir á æfingasvæði United í morgun. Þá vantaði bara David Beckham og Gary Neville.
Scholes, Butt, Giggs og Phil Neville voru allir á æfingasvæði United í morgun. Þá vantaði bara David Beckham og Gary Neville. Vísir/Getty
Paul Scholes var mættur á æfingasvæði Manchester United í morgun til að leggja sitt af mörkum.

David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra félagsins í gær og Ryan Giggs fenginn til að stýra liðinu tímabundið.

Þeir Nicky Butt og Phil Neville eru einnig í þjálfarateyminu en allir fjórir komu upp úr hinum fræga 1992-árgangi akademíunnar í félaginu.

Fjórmenningarnir voru í lykilhlutverki í velgengni liðsins næstu árin, ekki síst þeir Giggs og Scholes.

Scholes hætti fyrst að spila með United árið 2011 og hóf þá störf hjá félaginu sem þjálfari. Alex Ferguson, þáverandi stjóri, fékk hann þó til að taka fram skóna hálfu ári síðar og hætti Scholes alfarið að spila síðastliðið sumar.

Nicky Butt hefur þjálfað U-19 lið United í vetur og naut um tíma aðstoðar Scholes. Moyes vildi einnig fá Scholes í sitt þjálfaralið en því hafnaði hann.

Phil Neville hefur starfað með Moyes í vetur og var sömuleiðis á æfingasvæðinu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×