Erlent

83 látnir eftir mannskæðar sprengjuárásir í Bagdad

Kjartann Hreinn Njálsson skrifar
Íslamska ríkið hefur lýst árásinni á hendur sér
Íslamska ríkið hefur lýst árásinni á hendur sér Vísir/AFP
Áttatíu og þrír hið minnsta féllu og hundrað sjötíu og sex særðust í tveimur sprengjuárásum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærkvöld.

Fyrri sprengjan var bílasprengja sem sprakk í Karada sem er vinsælt verslunarhverfi í hjarta höfuðborgarinnar. Margir voru á ferli í Karada-hverfi á þessum tímapunkti, fyrst og fremst fjölskyldur sem nýlega höfuð lokið föstu.

Íslamska ríkið hefur lýst árásinni á hendur sér en í yfirlýsingu sem birtist á netinu kemur fram að markmið ódæðismannanna hafi verið að drepa sem flesta sjía-múslima.

Í dagrenningu voru slökkviliðsmenn enn að berjast við elda sem blossuðu upp í kjölfar árásanna og björgunarmenn leita enn líka og eftirlifenda í húsarústum.

Mosul, næst stærsta borg Íraks, er enn á valdi Íslamska ríkisins en hryðjuverkasamtökin hafa hertekið stór svæði í landinu. Árið 2014 stjórnaði Íslamska ríkið um þriðjungi af landsvæði Íraks en í dag stjórna þau um fjórtán prósentum af borgum og sveitum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×