Erlent

800 bátar á sjó

Um það bil 800 skip og bátar voru á sjó við landið um klukkan sex í morgun, þar af hátt í helmingur litlir strandveiðibátar. Veðurspá er hinsvegar ekki góð suður og vestur af landinu þannig að búist er við að margir bátar fari að snúa aftur til hafna.

Fjöldinn fór yfir þúsund í gær, sem er hátt í þrefalt meiri fjöldi en á venjulegum degi. Allt gekk þó vel og í þeim tilvikum, sem bátar þurftu aðstoð, komu nálægir bátar til hjálpar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×