Innlent

80 skjálftar við Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/egill
Um 80 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Tveir skjálftar yfir fimm að stærð hafa verið staðsettir við norðanverða öskjuna í morgun, sá fyrri kl. 04:54 5,0 og sá síðari kl. 06:04 5,1. Nokkrir skjálftar yfir fjórum stigum hafa einnig mælst. Fram kemur í tilkynningunni að ekki hafi unnist tími til að fara yfir þá alla enn sem komið er.

Á annan tug skjálfta hafa mælst í bergganginum norðanverðum.

Annað slagið sást til eldgossins í Holuhrauni í nótt og síðast um klukkan sjö í morgun og virðist svipaður gangur í gosinu og undanfarið. Lélegt skyggni er á svæðinu eins og er og sést ekki til gossins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×