Erlent

72 látnir í loftárásum í Sýrlandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sýrlenska mannréttindavaktin segja að tunnusprengjum hafi verið varpað á Aleppo.
Sýrlenska mannréttindavaktin segja að tunnusprengjum hafi verið varpað á Aleppo. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 72 er látnir eftir að tunnusprengjum var varpað á norðurhluta  Aleppo  í Sýrlandi. Sýrlenska mannréttindavaktin segir loftárásirnar vera mestu fjöldamorð sem stjórnvöld í Sýrlandi hafa framið á árinu.



Samtökin, sem eru með höfuðstöðvar í  London , segja að sextíu hafi látist í loftárásum sem gerðar voru á  al-Bab , bæ sem er undir stjórn Íslamska ríkisins, og tólf til viðbótar hafi fallið í búðum uppreisnarmanna í borginni  Aleppo



Sýrlensk stjórnvöld hafa neitað að nota tunnusprengjur í baráttunni við Íslamska ríkið. Tunnusprengjur eru ílát sem innihalda nokkurn fjölda sprengja sem geta jafnað mörg hús við jörðu samtímis.



Notkun tunnusprengja hefur verið fordæmd víða og sagði John  Kerry utanríkisráðherra  Bandaríkjanna, á síðasta ári að notkun slíkra sprengja vera villimennsku af hálfu sýrlensku stjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×