Erlent

60 skólar rýmdir í Kanada

Samúel Karl Ólason skrifar
Foreldrar hafa verið beðnir um að bíða frekari upplýsinga um hvar þau megi sækja börn sín.
Foreldrar hafa verið beðnir um að bíða frekari upplýsinga um hvar þau megi sækja börn sín. Vísir/Getty
Öllum skólum á Prince Edward eyju í Kanada hefur verið lokað vegna sprengjuhótunar. Því hafði verið hótað að sprengjum hefði verið komið fyrir í skólum þar og því var öllum lokað. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi meiðst og engar sprengjur hafa fundist.

Kennurum var skipað að flytja börn út úr skólunum og upp í rútur. Um 60 skólum hefur verið lokað og þar á meðal háskólum.

Fyrr í dag hafði skólum í Halifax og Nýfundnalandi einnig verið lokað, en ekki liggur fyrir hvort að lokanirnar tengist.

Lögreglan rannsakar nú hver lagði fram hótunina. Til stendur að opna skólana aftur á morgun, hafi ekkert grunsamlegt fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×