Innlent

60 mínútur fjalla um Eyjafjallajökul

Jóhannes Stefánsson skrifar
Eyjafjallajökull dró að sér marga ferðamenn.
Eyjafjallajökull dró að sér marga ferðamenn. 365/Vilhelm
CBS news hefur nú birt hluta úr þætti sínum, 60 mínútur, sem fór í loftið í gær. Þátturinn fjallar um gríðarstór eldfjöll og ber titilinn „Eldfjöll: Tifandi tímasprengjur náttúrunnar".

Í þættinum er meðal annars fjallað um Eyjafjallajökul, en gosið árið 2010 olli miklu tjóni vegna þess hversu mörgum flugum þurfti að aflýsa. Þar má sjá myndir frá gosinu sjálfu og af Suðurlandi þann tíma sem askan var að falla um allar trissur. Auðvitað gerir þáttastjórnandinn Scott Pelley svo tilraun til að bera fram nafnið á eldfjallinu, sem misheppnast illa eins og stundum þegar útlendingar gera tilraun til að bera fram þetta óþjála orð.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er með Pelley í þættinum og lýsir því sem fyrir augu ber. Eldfjöllunum Tambora í Indónesíu og Vesúvíusi á Ítalíu bregður einnig fyrir í þættinum.

Þátturinn verður á dagskrá Stöðvar 2 næstkomandi sunnudag.

Sjón er sögu ríkari:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×