Viðskipti innlent

4G byltir þráðlausum samskiptum

Liv, sem á myndinni er með forsvarsmönnum Huawei og Nova, segir mörg tól og tæki eiga í samskiptum með þráðlausri tækni á næstu árum.
Liv, sem á myndinni er með forsvarsmönnum Huawei og Nova, segir mörg tól og tæki eiga í samskiptum með þráðlausri tækni á næstu árum.
„4G-kerfi hafa verið byggð upp í Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð og víðar. Þetta er allt að gerast núna," segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Nova.

Fyrirtækið sótti í gær um heimild hjá Póst- og fjarskiptastofnun um leyfi til að prófa innleiðingu næstu kynslóðar í gagnaflutningstækni hér í samstarfi við kínverska tæknifyrirtækið Huawei.

Þessi tækni er næsta skref á eftir þriðju kynslóð í þráðlausum gagnaflutningum og nefnist í stuttu máli fjórða kynslóðin, 4G. Afkastageta 4G-kerfisins er um tífalt meiri en forverans.

Liv segir að tilraunakerfið gefa Nova kost á að leggja drög að uppbyggingu 4G-kerfisins og meta kostnaðinn við fjárfestinguna. Nova hóf að byggja upp þriðju kynslóð í gagnaflutningskerfi fyrir fimm árum en fékk rekstrarleyfi fyrir fjórum. Kerfið er nýlegt og telur Liv að ekki þurfi að endurnýja senda.

Liv segir öra þróun í neytendabúnaði kalla á uppfærslu í gagnaflutningstækni. Máli sínu til stuðnings bendir hún á fjölda tækja sem muni eiga í þráðlausum samskiptum í framtíðinni. Þar á meðal eru eru bílar og spjaldtölvur. „Vöxturinn verður gígantískur," segir hún. -jab





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×