450 milljónir í ný verkefni hjá Reykjavíkurborg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2016 19:00 Reykjavíkurborg áætlar að verja um fjögur hundruð og fimmtíu milljónum króna í verkefni sem íbúar í hverfum borgarinnar greiddu atkvæði um í rafrænum kosningum sem lauk aðfaranótt fimmtudags. Um er að ræða smærri nýframkvæmdir og ýmis viðhaldsverkefni sem koma til framkvæmda á næsta ári. Á kjörskrá voru um 99.000 íbúar en af þeim auðkenndu sig rúmlega 9.000 til þátttöku. Þátttakan jókst töluvert frá fyrra ári en 9.4% tóku þátt samanborið við 7.3% árið 2015 þegar fjöldi þátttakenda var tæplega 6500. Kosið var í gegnum vef Reykjavíkurborgar en tillögurnar sem settar voru í kjör voru um 170 verkefni og verða 112 þeirra sett í framkvæmd næsta sumar. Verkefnin eru af ýmsum toga. „Ég get sagt að það frumlegasta sem hlaut kosningu að mínu mati hefur verið þessi ljóð á gangstéttirnar. Þannig að þegar að það rignir þá birtist ljóð á gangstéttum á Ægissíðunni,“ segir Sonja Wiium, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg Miðað við niðurstöður kosninganna er borgarbúum umhugað um umhverfi sitt því því í mörgum hverfum var óskað eftir því að fjölga ruslatunnum og laga göngustíga. Til ráðstöfunar eru um 450 milljónir sem er 50% meira fjármagn en á síðasta ári. Fjármunum er skipt milli hverfa eftir reiknireglu sem tekur mið af fjölda íbúa í hverju hverfi. Eitt fjárfrekasta verkefnið verður ný vatnsrennibraut í sundlauginni Grafarvogi. „Þetta eru bæði nýframkvæmdir og viðhald og skemmtileg afþreying inn í hverfin. Til dæmis eins og heit vaðlaug í Hljómskálagarðinn og svo líka alls konar viðhald og gangstéttar, ný umferðarljós á Ánanaustum og við Lönguhlíð. Allt sem fékk kosningu það fer í framkvæmd næsta sumar og á að vera lokið fyrir árslok 2017,“ segir Sonja. Fleiri konur tóku þátt í könnuninni eða um 58% og er mynstrið svipað eftir öllum hverfum borgarinnar. Sonja segir að verkefnið sé skemmtilegt og krefjandi og reynslan af því að taka íbúa borgarinnar inn í ákvarðanir af þessu tagi hefur reynst góð. „Lýðræðið býður upp á samtal mjög margra og við erum að ryðja brautina fyrir önnur sveitarfélög. En auðvitað erum við að hleypa öllum að borðinu og íbúar hafa skoðun á því hvernig hverfin sín eiga að vera og þar af leiðandi er þetta svolítið stórt umstang. Þetta er stór verkefni,“ segir Sonja. Nánar má kynna sér niðurstöður kosninganna á vef Reykjavíkurborgar. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Reykjavíkurborg áætlar að verja um fjögur hundruð og fimmtíu milljónum króna í verkefni sem íbúar í hverfum borgarinnar greiddu atkvæði um í rafrænum kosningum sem lauk aðfaranótt fimmtudags. Um er að ræða smærri nýframkvæmdir og ýmis viðhaldsverkefni sem koma til framkvæmda á næsta ári. Á kjörskrá voru um 99.000 íbúar en af þeim auðkenndu sig rúmlega 9.000 til þátttöku. Þátttakan jókst töluvert frá fyrra ári en 9.4% tóku þátt samanborið við 7.3% árið 2015 þegar fjöldi þátttakenda var tæplega 6500. Kosið var í gegnum vef Reykjavíkurborgar en tillögurnar sem settar voru í kjör voru um 170 verkefni og verða 112 þeirra sett í framkvæmd næsta sumar. Verkefnin eru af ýmsum toga. „Ég get sagt að það frumlegasta sem hlaut kosningu að mínu mati hefur verið þessi ljóð á gangstéttirnar. Þannig að þegar að það rignir þá birtist ljóð á gangstéttum á Ægissíðunni,“ segir Sonja Wiium, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg Miðað við niðurstöður kosninganna er borgarbúum umhugað um umhverfi sitt því því í mörgum hverfum var óskað eftir því að fjölga ruslatunnum og laga göngustíga. Til ráðstöfunar eru um 450 milljónir sem er 50% meira fjármagn en á síðasta ári. Fjármunum er skipt milli hverfa eftir reiknireglu sem tekur mið af fjölda íbúa í hverju hverfi. Eitt fjárfrekasta verkefnið verður ný vatnsrennibraut í sundlauginni Grafarvogi. „Þetta eru bæði nýframkvæmdir og viðhald og skemmtileg afþreying inn í hverfin. Til dæmis eins og heit vaðlaug í Hljómskálagarðinn og svo líka alls konar viðhald og gangstéttar, ný umferðarljós á Ánanaustum og við Lönguhlíð. Allt sem fékk kosningu það fer í framkvæmd næsta sumar og á að vera lokið fyrir árslok 2017,“ segir Sonja. Fleiri konur tóku þátt í könnuninni eða um 58% og er mynstrið svipað eftir öllum hverfum borgarinnar. Sonja segir að verkefnið sé skemmtilegt og krefjandi og reynslan af því að taka íbúa borgarinnar inn í ákvarðanir af þessu tagi hefur reynst góð. „Lýðræðið býður upp á samtal mjög margra og við erum að ryðja brautina fyrir önnur sveitarfélög. En auðvitað erum við að hleypa öllum að borðinu og íbúar hafa skoðun á því hvernig hverfin sín eiga að vera og þar af leiðandi er þetta svolítið stórt umstang. Þetta er stór verkefni,“ segir Sonja. Nánar má kynna sér niðurstöður kosninganna á vef Reykjavíkurborgar.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira