450 milljónir í ný verkefni hjá Reykjavíkurborg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2016 19:00 Reykjavíkurborg áætlar að verja um fjögur hundruð og fimmtíu milljónum króna í verkefni sem íbúar í hverfum borgarinnar greiddu atkvæði um í rafrænum kosningum sem lauk aðfaranótt fimmtudags. Um er að ræða smærri nýframkvæmdir og ýmis viðhaldsverkefni sem koma til framkvæmda á næsta ári. Á kjörskrá voru um 99.000 íbúar en af þeim auðkenndu sig rúmlega 9.000 til þátttöku. Þátttakan jókst töluvert frá fyrra ári en 9.4% tóku þátt samanborið við 7.3% árið 2015 þegar fjöldi þátttakenda var tæplega 6500. Kosið var í gegnum vef Reykjavíkurborgar en tillögurnar sem settar voru í kjör voru um 170 verkefni og verða 112 þeirra sett í framkvæmd næsta sumar. Verkefnin eru af ýmsum toga. „Ég get sagt að það frumlegasta sem hlaut kosningu að mínu mati hefur verið þessi ljóð á gangstéttirnar. Þannig að þegar að það rignir þá birtist ljóð á gangstéttum á Ægissíðunni,“ segir Sonja Wiium, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg Miðað við niðurstöður kosninganna er borgarbúum umhugað um umhverfi sitt því því í mörgum hverfum var óskað eftir því að fjölga ruslatunnum og laga göngustíga. Til ráðstöfunar eru um 450 milljónir sem er 50% meira fjármagn en á síðasta ári. Fjármunum er skipt milli hverfa eftir reiknireglu sem tekur mið af fjölda íbúa í hverju hverfi. Eitt fjárfrekasta verkefnið verður ný vatnsrennibraut í sundlauginni Grafarvogi. „Þetta eru bæði nýframkvæmdir og viðhald og skemmtileg afþreying inn í hverfin. Til dæmis eins og heit vaðlaug í Hljómskálagarðinn og svo líka alls konar viðhald og gangstéttar, ný umferðarljós á Ánanaustum og við Lönguhlíð. Allt sem fékk kosningu það fer í framkvæmd næsta sumar og á að vera lokið fyrir árslok 2017,“ segir Sonja. Fleiri konur tóku þátt í könnuninni eða um 58% og er mynstrið svipað eftir öllum hverfum borgarinnar. Sonja segir að verkefnið sé skemmtilegt og krefjandi og reynslan af því að taka íbúa borgarinnar inn í ákvarðanir af þessu tagi hefur reynst góð. „Lýðræðið býður upp á samtal mjög margra og við erum að ryðja brautina fyrir önnur sveitarfélög. En auðvitað erum við að hleypa öllum að borðinu og íbúar hafa skoðun á því hvernig hverfin sín eiga að vera og þar af leiðandi er þetta svolítið stórt umstang. Þetta er stór verkefni,“ segir Sonja. Nánar má kynna sér niðurstöður kosninganna á vef Reykjavíkurborgar. Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Reykjavíkurborg áætlar að verja um fjögur hundruð og fimmtíu milljónum króna í verkefni sem íbúar í hverfum borgarinnar greiddu atkvæði um í rafrænum kosningum sem lauk aðfaranótt fimmtudags. Um er að ræða smærri nýframkvæmdir og ýmis viðhaldsverkefni sem koma til framkvæmda á næsta ári. Á kjörskrá voru um 99.000 íbúar en af þeim auðkenndu sig rúmlega 9.000 til þátttöku. Þátttakan jókst töluvert frá fyrra ári en 9.4% tóku þátt samanborið við 7.3% árið 2015 þegar fjöldi þátttakenda var tæplega 6500. Kosið var í gegnum vef Reykjavíkurborgar en tillögurnar sem settar voru í kjör voru um 170 verkefni og verða 112 þeirra sett í framkvæmd næsta sumar. Verkefnin eru af ýmsum toga. „Ég get sagt að það frumlegasta sem hlaut kosningu að mínu mati hefur verið þessi ljóð á gangstéttirnar. Þannig að þegar að það rignir þá birtist ljóð á gangstéttum á Ægissíðunni,“ segir Sonja Wiium, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg Miðað við niðurstöður kosninganna er borgarbúum umhugað um umhverfi sitt því því í mörgum hverfum var óskað eftir því að fjölga ruslatunnum og laga göngustíga. Til ráðstöfunar eru um 450 milljónir sem er 50% meira fjármagn en á síðasta ári. Fjármunum er skipt milli hverfa eftir reiknireglu sem tekur mið af fjölda íbúa í hverju hverfi. Eitt fjárfrekasta verkefnið verður ný vatnsrennibraut í sundlauginni Grafarvogi. „Þetta eru bæði nýframkvæmdir og viðhald og skemmtileg afþreying inn í hverfin. Til dæmis eins og heit vaðlaug í Hljómskálagarðinn og svo líka alls konar viðhald og gangstéttar, ný umferðarljós á Ánanaustum og við Lönguhlíð. Allt sem fékk kosningu það fer í framkvæmd næsta sumar og á að vera lokið fyrir árslok 2017,“ segir Sonja. Fleiri konur tóku þátt í könnuninni eða um 58% og er mynstrið svipað eftir öllum hverfum borgarinnar. Sonja segir að verkefnið sé skemmtilegt og krefjandi og reynslan af því að taka íbúa borgarinnar inn í ákvarðanir af þessu tagi hefur reynst góð. „Lýðræðið býður upp á samtal mjög margra og við erum að ryðja brautina fyrir önnur sveitarfélög. En auðvitað erum við að hleypa öllum að borðinu og íbúar hafa skoðun á því hvernig hverfin sín eiga að vera og þar af leiðandi er þetta svolítið stórt umstang. Þetta er stór verkefni,“ segir Sonja. Nánar má kynna sér niðurstöður kosninganna á vef Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira