40% niðurskurður til Kvikmyndasjóðs Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 10:15 Niðurskurður hefði einfaldlega þær afleiðingar að færri myndir yrðu gerðar Mynd/úr safni Það er til skoðunar að skera útgjöld ríkisins til Kvikmyndasjóðs á næsta ári niður um 40% þannig að þau fari úr um milljarði í 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar endurskoðar fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar og samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni sjálfstæðisflokks sem á sæti í hópnum verður farið yfir þessi útgjöld eins og önnur með gagnrýnum hætti. Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir að áhrif niðurskurðar séu einfaldlega að ráðist yrði í gerð færri íslenskra kvikmynda en ella. Það sama muni gerast og 2010 þegar framlögin voru skorin úr 700 niður í 450 milljónir króna. Í síðastliðinni viku skrifaði Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, grein þar sem m.a. kom fram að á síðasta ári hafi framlög til kvikmyndaiðnaðarins verið hækkuð um helming. Rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi greina gaf forsendu til hækkunar. „Árleg velta greinanna nemur um 190 milljörðum króna og þær skapa um 10.000 ársstörf,“ skrifar Kolbrún. Hún bendir einnig á að ótal möguleikar séu fyrir hendi til að framkvæma skapandi hugmyndir og oft í samstarfi við aðrar atvinnugreinar. Hún biður ráðamenn sem undirbúa fjárlagatillögur fyrir næsta ár að hafa það í huga.Grímur Gíslason og Sjón eru ekki sömu skoðunar þegar kemur að framlögum ríkisins til menningar og listagreinaGrímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er ekki sammála Kolbrúnu í þessu máli og finnst að skera eigi niður í þessum málaflokki og nýta féð sem eyrnamerkt er menningu og listum í mikilvægari málaflokka. Út frá þessu spunnust líflegar umræður á netinu sem leiddu meðal annars til þess að skáldið Sjón tjáði sig um málið í athugasemdakerfi Vísis. Þar vandar skáldið ekki Eyjamönnum kveðjurnar en þangað á Grímur ættir sínar að rekja. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Það er til skoðunar að skera útgjöld ríkisins til Kvikmyndasjóðs á næsta ári niður um 40% þannig að þau fari úr um milljarði í 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar endurskoðar fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar og samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni sjálfstæðisflokks sem á sæti í hópnum verður farið yfir þessi útgjöld eins og önnur með gagnrýnum hætti. Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir að áhrif niðurskurðar séu einfaldlega að ráðist yrði í gerð færri íslenskra kvikmynda en ella. Það sama muni gerast og 2010 þegar framlögin voru skorin úr 700 niður í 450 milljónir króna. Í síðastliðinni viku skrifaði Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, grein þar sem m.a. kom fram að á síðasta ári hafi framlög til kvikmyndaiðnaðarins verið hækkuð um helming. Rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi greina gaf forsendu til hækkunar. „Árleg velta greinanna nemur um 190 milljörðum króna og þær skapa um 10.000 ársstörf,“ skrifar Kolbrún. Hún bendir einnig á að ótal möguleikar séu fyrir hendi til að framkvæma skapandi hugmyndir og oft í samstarfi við aðrar atvinnugreinar. Hún biður ráðamenn sem undirbúa fjárlagatillögur fyrir næsta ár að hafa það í huga.Grímur Gíslason og Sjón eru ekki sömu skoðunar þegar kemur að framlögum ríkisins til menningar og listagreinaGrímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er ekki sammála Kolbrúnu í þessu máli og finnst að skera eigi niður í þessum málaflokki og nýta féð sem eyrnamerkt er menningu og listum í mikilvægari málaflokka. Út frá þessu spunnust líflegar umræður á netinu sem leiddu meðal annars til þess að skáldið Sjón tjáði sig um málið í athugasemdakerfi Vísis. Þar vandar skáldið ekki Eyjamönnum kveðjurnar en þangað á Grímur ættir sínar að rekja.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira