Innlent

40 bílar fastir vegna veðurs á Háreksstaðaleið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarsveitir og ruðningstæki Vegagerðar vinna nú að því að laga ástandið.
Björgunarsveitir og ruðningstæki Vegagerðar vinna nú að því að laga ástandið. Vísir/Vilhelm
Um 40 bílar sitja nú fastir í Jökulkinninni á Háreksstaðaleið. Þar hefur verið skafrenningur og slæmt skyggni í dag en veður fer þó batnandi.

Búið er að kalla út björgunarsveitir frá Jökuldal, Vopnafirði og Mývatni og vinna þær með ruðningstæki Vegagerðar að því að laga ástandið.

Björgunarsveitir munu reyna að koma smábílum frá svo hægt sé að ryðja veginn og verður bílalestinni svo fylgt til Mývatns eða í Jökuldalinn. Einnig er möguleiki á að taka farþega í bíla sveitanna ef skilja þarf einhverja bíla eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×