Innlent

33 prósent hafa kosið nýjan rektor

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal keppa um stöðu rektors Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal keppa um stöðu rektors Háskóla Íslands. vísir/pjetur
Rúmlega 33 prósent atkvæðisbærra höfðu tekið þátt í kosningu til rektors Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. Kosning hófst klukkan 9 og stendur til 18 í dag. Kosið er milli Jóns Atla Benediktssonar og Guðrúnar Nordal.

Rúmlega 14 þúsund manns eru á kjörskrá og höfðu rúm 70 prósent kennara með háskólapróf kosið klukkan 13 og um 60 prósent starfsmanna án háskólaprófs. Minni áhugi virðist meðal nemenda en aðeins 30 prósent þeirra höfðu nýtt sér kosningarétt sinn. Þetta eru þó hærri tölur en í kosningunum í síðustu viku þegar kosið var milli þriggja frambjóðenda. Þá sýndu fyrstu tölur um kjörsókn að rúm 20 prósent nemenda höfðu nýtt sér kosningarétt sinn en rúmlega 60 prósent starfsmanna.


Tengdar fréttir

Bæði bjartsýn á að ná kjöri

Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal keppa um stöðu rektors H.Í. í annarri umferð og telja sig bæði eiga möguleika á að ná kjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×