Erlent

28 slasaðir eftir að stútur keyrði inn í skrúðgöngu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Minnst 28 eru slasaðir eftir að ökumaður ók jeppa inn í skrúðgöngu á Mardi Gras hátíðinni í New Orleans í nótt. Fimm eru í alvarlegu ástandi. Lögreglustjóri New Orleans segir að einn sé í haldi og hann sé grunaður um ölvunarakstur. Sjónarvottur sem New Orleans Advocate ræddi við segir að svo virðist sem að maðurinn hafi verið það ölvaður að hann hafi ekki áttað sig á því sem hann gerði.

Annað vitni segir manninn hafa farið hraðar þegar hann dró nærri skrúðgöngunni, en hann keyrði einnig á aðra bíla. Bíllinn endaði á vörubíl.

Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi, en sjö af þeim sem slösuðust þáðu ekki sjúkraflutning. Samkvæmt Reuters var þetta ekki eina slysið sem kom upp á Mardi Gras í gærkvöldi og í nótt. Skot fór úr byssu fyrir slysni inn á ferðaklósetti í borginni og einn særðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×