Innlent

250 þúsund vegna handtöku

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Maðurinn var handtekinn í Borgartúni eftir akstur um götur borgarinnar.
Maðurinn var handtekinn í Borgartúni eftir akstur um götur borgarinnar. vísir/GVA
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða manni 250 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar handtöku. Maðurinn hafði farið fram á sexfalt hærri bætur.

Maðurinn hafði ekið sendibifreið um götur í Reykjavík og var eltur af lögreglu án þess að stöðvunarmerki væri gefið. Þegar bíllinn staðnæmdist höfðu lögreglumenn afskipti af honum og ökumanninum en sá var ekki sáttur. Var hann handtekinn, færður á lögreglustöð en sleppt.

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur féllst á bætur fyrir ólögmæta handtöku en féllst ekki á að slíku harðræði hefði verið beitt að maðurinn ætti rétt á bótum samkvæmt skaðabótalögum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×