Innlent

250 þúsund íslenskir hestar skráðir í heiminum

Hestar.
Hestar.
Alþjóðasamtök FEIF hafa birt tölfræðiupplýsingar sem varpa ljósi á umfang Íslandshestamennskunar í heiminum og má finna á vefnum Eiðfaxi.

Í dag eru aðildarlönd FEIF orðin 18 en árið 2012 voru 58.962 félagar skráðir í Íslandshestafélög í aðildarlöndum.

Þar er Þýskaland stærst með 24.075 félaga, Ísland með 11.183 félaga og Danmörk með 7.577 félaga. Þá eru 250.424 íslenskir hestar skráðir í heiminum, þar af 80.000 á Íslandi, 65.000 í Þýskalandi um 32.515 í Danmörku og 30.524 í Svíþjóð.

Þegar að er gáð má reikna út að hver Íslendingur, skráður í hestamannafélag eigi 7,2 hesta hér á Íslandi. Í Þýskalandi reiknast 2,7 hestar á hvern félaga og 4,3 í Danmörku og 5 hross á mann í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×